fbpx
Föstudagur 03.október 2025
Pressan

Dæmdur til dauða fyrir dónaskap á Facebook

Pressan
Föstudaginn 3. október 2025 21:30

Hinn dæmdi þótti hafa verið móðgandi í garð Kais Saied forseta Túnis. Mynd: Skjáskot/Youtube.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður hefur verið dæmdur til dauða í Túnis fyrir að móðga bæði forseta landsins, Kais Saied, og lögregluyfirvöld í færslum á Facebook. Er málið sagt fordæmalaust í landinu.

Forsetinn hrifsaði til sín nánast öll völd í landinu árið 2021 og síðan þá hafa verið settar síauknar hömlur á tjáningarfrelsi.

Töluverð afturför hefur því orðið í landinu eftir að lýðræðisumbætur hófu innreið sína í kjölfar þess að þáverandi forseta sem fór með öll völd, Ben Ali, var steypt af stóli árið 2011 eftir 23 ár á valdastóli. Lýðræðislegar þing- og forsetakosningar voru haldnar og Kais Saied var kjörinn forseti 2019. Árið 2021 í kjölfar mikilla mótmæla sem beindust einkum að slakri grunnþjónustu hins opinbera og vangetu stjórnvalda við að glíma við Covid-19 faraldurinn jók forsetinn völd sín verulega. Hann rauf þing, lét loka þinghúsinu stjórnaði með tilskipunum.

Fáir

Forsetinn efndi síðan til þjóðaratkvæðagreiðslu um breytingar á stjórnarskránni en samkvæmt þeim voru völd forsetans aukin verulega á kostnað þingsins og ríkisstjórnarinnar. Breytingarnar voru samþykktar en aðeins um 30 prósent atkvæðabærra manna tóku þótt. Nýtt þing var síðan kjörið í samræmi við breytta stjórnarskrá en enn lægra hlutfall kjósenda tók þátt í þeim. Forsetinn var endurkjörinn 2024 en deilt var mjög um hvort kosningarnar teldust lýðræðislegar og nokkrir stjórnmálaflokkar hvöttu kjósendur til að sniðganga þær. Gagnrýnendur segja forsetann vera að fara með Túnis aftur í sama farið.

Dauðadómurinn virðist gefa slíkum gagnrýnisröddum byr undir báða vængi. Reuters fréttastofan greinir frá málinu og að hinn dæmdi heiti Saber Chouchane og sé 56 ára gamall verkamaður með takmarkaða menntun. Hann var handtekinn í fyrra.

Áfall

Dómurinn var kveðinn upp við dómstól í bænum Nabeul í norðausturhluta landsins. Lögmaður Chouchane segir dóminn vera mikið áfall og án fordæma í réttarsögu Túnis.

Dómnum hefur verið áfrýjað. Dauðadómar hafa einstaka sinnum verið kveðnir upp í landinu en um 40 ár eru síðan slíkum dómi var framfylgt í Túnis.

Bróðir Chouchane, Jamal, segir fjölskylduna varla trúa þessu. Þau glími við fátækt og þurfi því ekki á því að halda að kúgun og óréttlæti bætist þar ofan á.

Almennir borgarar  og aðgerðasinnar í Túnis hafa ýmist gagnrýnt eða hæðst að dómnum á samfélagsmiðlum. Telja margir þeirra að ætlunin sé að ýta undir ótta meðal andstæðinga forsetans.

Mannréttindasamtök hafa gagnrýnt Kais Saied fyrir að skerða mannréttindi og segja sjálfstæði dómstóla Túnis fara minnkandi. Fjöldi stjórnarandstæðinga hefur verið fangelsaður en forsetinn kallar þá svikara. Hvað honum finnst um dauðadóminn yfir manninum sem gagnrýndi hann á Facebook liggur ekki fyrir en miðað við forsöguna er ekki loku fyrir það skotið að forsetinn sá ánægður með dóminn.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hrollvekjandi myndband: Göngumaður féll til bana – Losaði öryggisreipið til að taka mynd

Hrollvekjandi myndband: Göngumaður féll til bana – Losaði öryggisreipið til að taka mynd
Pressan
Fyrir 3 dögum

Mistök háskóla höfðu hörmulegar afleiðingar

Mistök háskóla höfðu hörmulegar afleiðingar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Játaði í sjónvarpsviðtali að hafa drepið foreldra sína

Játaði í sjónvarpsviðtali að hafa drepið foreldra sína
Pressan
Fyrir 3 dögum

Vegfarendur fundu nýfætt barn í pappakassa

Vegfarendur fundu nýfætt barn í pappakassa
Pressan
Fyrir 6 dögum

Töldu að Mike hefði drukknað og að krókódílar hefðu étið hann – Sannleikurinn var verri en nokkur gat ímyndað sér

Töldu að Mike hefði drukknað og að krókódílar hefðu étið hann – Sannleikurinn var verri en nokkur gat ímyndað sér
Pressan
Fyrir 6 dögum

Eitt af helstu undrum veraldar sagt vera að glata ljóma sínum

Eitt af helstu undrum veraldar sagt vera að glata ljóma sínum