fbpx
Sunnudagur 19.október 2025
Pressan

Horfði á klám og drakk bjór á meðan dóttir hans sat deyjandi úti í bíl

Pressan
Sunnudaginn 19. október 2025 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Réttarhöld í máli hins 38 ára gamla Christopher Scholtes standa nú yfir í Arizona í Bandaríkjunum. Hann er ákærður fyrir morð á tveggja ára dóttur sinni sumarið 2024.

Scholtes er sagður hafa lagt bíl sínum fyrir framan heimili sitt í bænum Marana þann 9. júlí 2024 þegar dóttir hans, hin tveggja ára gamla Parker, sat sofandi í bílstólnum.

Þrátt fyrir að gríðarleg hitabylgja væri í fullum gangi, yfir 42 stiga hiti þennan dag, ákvað Scholtes að leyfa dóttur sinni að sofa áfram úti í bílnum og taldi hann að loftkæling bílsins myndi tryggja að allt yrði í lagi.

Svo virðist hins vegar sem að Scholtes hafi gleymt dóttur sinni í bílnum og að endingu drap bíllinn á sér með hræðilegum afleiðingum.

Saksóknarar halda því fram að Scholtes hafi horft á klámmyndbönd, spilað tölvuleiki og drukkið bjór á meðan dóttir hans sat deyjandi úti í bíl.

Um þrjár klukkustundir liðu frá því Scholtes kom heim og þar til eiginkona hans, Erika, kom heim og fann þá dóttur þeirra meðvitundarlausa úti í bíl. Stúlkan var úrskurðuð látin við komuna á sjúkrahús.

Bifreiðin, 2003 árgerðin af Acura, var stillt þannig að hún drap sjálfkrafa á sér eftir að hafa verið í lausagangi í hálftíma. Scholtes er sagður hafa játað fyrir lögreglu að hann vissi að það myndi gerast.

Í smáskilaboðum á milli hjónanna, eftir harmleikinn, sést að Scholtes hafði stundað það áður að skilja börn þeirra eftir úti í bíl. „Ég sagði þér að hætta að skilja þau eftir úti í bíl. Hversu oft hef ég sagt þér þetta?”

Tvær eldri dætur hjónanna lýstu því í viðtölum við lögreglu að faðir þeirra hefði stundum skilið þær eftir úti í bíl á meðan hann fór inn og spilaði tölvuleiki. Þrátt fyrir allt þetta stendur eiginkona hans og barnsmóðir með honum og hefur hún sagt að um „stór mistök“ hafi verið að ræða.

Scholtes er ákærður fyrir morð af fyrstu gráðu og gæti hann átt yfir höfði sér lífstíðarfangelsi verði hann fundinn sekur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Sagði innbrotsþjóf hafa myrt móður sína – Svo kom sannleikurinn í ljós

Sagði innbrotsþjóf hafa myrt móður sína – Svo kom sannleikurinn í ljós
Pressan
Fyrir 5 dögum

Gekk á milli lækna en enginn vissi hvað var að – Fékk svarið þegar hann lýsti einkennunum fyrir gervigreindinni

Gekk á milli lækna en enginn vissi hvað var að – Fékk svarið þegar hann lýsti einkennunum fyrir gervigreindinni
Pressan
Fyrir 6 dögum

Harmleikur þegar 500 þúsund býflugur drápust á einu bretti

Harmleikur þegar 500 þúsund býflugur drápust á einu bretti
Pressan
Fyrir 6 dögum

Sextug kona lést í furðulegu slysi þegar hún var að þvo bílinn sinn

Sextug kona lést í furðulegu slysi þegar hún var að þvo bílinn sinn