Fjórir létust í árásinni og átta slösuðust en Thomas var skotinn til bana af lögreglumönnum sem komu á vettvang.
„Mér líður skelfilega fyrir hönd þeirra fjölskyldna sem eiga um sárt að binda. Þau eru að ganga í gegnum sömu erfiðleika og ég og eiginkona mín og ég biðst afsökunar vegna þess,“ hefur USA Today eftir föðurnum, Thomas Sanford eldri.
Sjá einnig: Þetta vitum við um manninn sem framdi voðaverkið í Michigan í gær
Thomas yngri ók bifreið sinni á kirkjuna áður en hann hóf skothríð á gesti með árásarriffli.
Lögregla hefur ekki gefið neitt upp um hugsanlegar ástæður voðaverksins og Thomas eldri segist ekki átta sig á hvað syni hans gekk til.
Bendir hann á að sonur hans hafi gegnt herþjónustu í Írak á sínum tíma, hann hafi „elskað Bandaríkin, elskað fjölskyldu sína og verið góður maður“ eins og hann orðaði það.
Orðrómur hefur verið á kreiki að Thomas yngri hafi þjáðst af áfallastreituröskun eftir að hafa verið í hernum. Spurður út í það sagði Thomas eldri:
„Það eina sem ég get sagt er að sonur minn gerði þetta. Um ástæður voðaverksins þá finnst mér það ekki skipta máli. Þetta gerðist og við gerum að ganga í gegnum hreina martröð.“