fbpx
Þriðjudagur 30.september 2025
Pressan

Faðir byssumannsins þjakaður af sorg – „Mér líður skelfilega“

Pressan
Þriðjudaginn 30. september 2025 11:30

Thomas yngri með eiginkonu sinni og barni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Faðir Thomas Jacob Sanford, sem ók hóf skothríð á kirkjugesti í Michigan í Bandaríkjunum á sunnudag áður en hann kveikti í kirkjunni, segir að hann eigi erfitt með að átta sig á hvað syni hans gekk til með árásinni.

Fjórir létust í árásinni og átta slösuðust en Thomas var skotinn til bana af lögreglumönnum sem komu á vettvang.

„Mér líður skelfilega fyrir hönd þeirra fjölskyldna sem eiga um sárt að binda. Þau eru að ganga í gegnum sömu erfiðleika og ég og eiginkona mín og ég biðst afsökunar vegna þess,“ hefur USA Today eftir föðurnum, Thomas Sanford eldri.

Sjá einnig: Þetta vitum við um manninn sem framdi voðaverkið í Michigan í gær

Thomas yngri ók bifreið sinni á kirkjuna áður en hann hóf skothríð á gesti með árásarriffli.

Lögregla hefur ekki gefið neitt upp um hugsanlegar ástæður voðaverksins og Thomas eldri segist ekki átta sig á hvað syni hans gekk til.

Bendir hann á að sonur hans hafi gegnt herþjónustu í Írak á sínum tíma, hann hafi „elskað Bandaríkin, elskað fjölskyldu sína og verið góður maður“ eins og hann orðaði það.

Orðrómur hefur verið á kreiki að Thomas yngri hafi þjáðst af áfallastreituröskun eftir að hafa verið í hernum. Spurður út í það sagði Thomas eldri:

„Það eina sem ég get sagt er að sonur minn gerði þetta. Um ástæður voðaverksins þá finnst mér það ekki skipta máli. Þetta gerðist og við gerum að ganga í gegnum hreina martröð.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 6 dögum

Óhugnanlegt myndband sýnir þegar hótelgestir áttu fótum sínum fjör að launa

Óhugnanlegt myndband sýnir þegar hótelgestir áttu fótum sínum fjör að launa
Pressan
Fyrir 6 dögum

Hvíta húsið telur að slökkt hafi verið á rúllustiganum viljandi – Sjáðu myndbandið

Hvíta húsið telur að slökkt hafi verið á rúllustiganum viljandi – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 6 dögum

Bókaði sér líknardráp svo hann gæti notið lífsins – „Ég hef aldrei óttast dauðann. Ég óttast að hafa engin lífsgæði“

Bókaði sér líknardráp svo hann gæti notið lífsins – „Ég hef aldrei óttast dauðann. Ég óttast að hafa engin lífsgæði“
Pressan
Fyrir 6 dögum

Opnar sig um fóstureyðingu, hvernig Elvis „þvingaði“ sig upp á hana og hvers vegna hún treysti aldrei Michael Jackson

Opnar sig um fóstureyðingu, hvernig Elvis „þvingaði“ sig upp á hana og hvers vegna hún treysti aldrei Michael Jackson