fbpx
Fimmtudagur 25.september 2025
Pressan

Fjórtán ára stúlka lést eftir að hafa farið í brjóstastækkun – Pabbi hennar krefst rannsóknar

Pressan
Fimmtudaginn 25. september 2025 07:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjórtán ára stúlka lést á dögunum viku eftir að hafa gengist undir óleyfilega brjóstastækkunaraðgerð. Faðir stúlkunnar hafði ekki hugmynd um að dóttir hans hefði gengist undir aðgerðina og krefst hann rannsóknar lögreglu á málinu.

Breska blaðið Mirror fjallar um þetta.

Stúlkan sem um ræðir hét Palome Nicole Arellano Escobedo og var búsett í Mexíkó. Hún lést á sjúkrahúsi þann 20. september, viku eftir að hafa gengist undir aðgerðina.

Faðir hennar, Carlos Arellano, segist fyrst hafa komist að því að dóttir hans hefði gengist undir aðgerðina þegar hann mætti í útför hennar. Komst hann þá að því að dóttir hans var með brjóstapúða og ör eftir aðgerðina.

„Á dánarvottorðinu stóð ranglega að „sjúkdómur“ væri dánarorsök sem virðist vera tilraun til að hylma yfir sannleikann í málinu,“ segir hann. Hann kveðst vera tortrygginn yfir því hve fljótt dánarvottorðið var gefið út.

„Þau afhentu okkur það strax, ég veit ekki hvernig þau gátu ákvarðað dánarorsök svona fljótt,“ segir hann en á vottorðinu stóð að Palome hefði látist úr heilabjúg af völdum öndunarfærasjúkdóms.

Carlos segist hafa lagt fram kæru vegna málsins og segir í frétt Mirror, sem vísar í umfjöllun mexíkóskra fjölmiðla, að saksóknaraembættið hefði staðfest að rannsókn væri hafin á málinu. „Ég krefst þess að ítarleg rannsókn fari fram á þessu,“ segir faðirinn, Carlos.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Trump hafður að háði – Sagðist hafa stillt til friðar í stríði landa sem áttu ekki í átökum

Trump hafður að háði – Sagðist hafa stillt til friðar í stríði landa sem áttu ekki í átökum
Pressan
Í gær

Evrópureisa elgsins Emils á enda – vonir standa til að samfélagsmiðlastjarnan setjist nú í helgan stein

Evrópureisa elgsins Emils á enda – vonir standa til að samfélagsmiðlastjarnan setjist nú í helgan stein
Pressan
Fyrir 2 dögum

Spjallmenni taldi sig vera að ræða við barn og sagði því að myrða föður sinn og skera undan sér

Spjallmenni taldi sig vera að ræða við barn og sagði því að myrða föður sinn og skera undan sér
Pressan
Fyrir 3 dögum

Harmleikur í Þýskalandi þegar ökumaður og tvö börn brunnu inni í Teslu

Harmleikur í Þýskalandi þegar ökumaður og tvö börn brunnu inni í Teslu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Varð blindur eftir eina íbúfen töflu – Sjóninni bjargað með ótrúlegri aðgerð

Varð blindur eftir eina íbúfen töflu – Sjóninni bjargað með ótrúlegri aðgerð
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hrottalegt morð táningsstúlku veldur enn heilabrotum rúmum áratug síðar

Hrottalegt morð táningsstúlku veldur enn heilabrotum rúmum áratug síðar
Pressan
Fyrir 6 dögum

Varaforsetinn segir tjáningarfrelsið ekki gilda um þá sem fagna andláti Charlie Kirk

Varaforsetinn segir tjáningarfrelsið ekki gilda um þá sem fagna andláti Charlie Kirk
Pressan
Fyrir 1 viku

Þáttur Jimmy Kimmel tekinn af dagskrá vegna ummæla hans um Charlie Kirk

Þáttur Jimmy Kimmel tekinn af dagskrá vegna ummæla hans um Charlie Kirk