fbpx
Fimmtudagur 25.september 2025
Pressan

Allt brjálað út af heimskulegum hrekk aðstoðarkennara

Pressan
Miðvikudaginn 24. september 2025 19:30

Alexander Lewis.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alexander Lewis, 32 ára aðstoðarkennari í framhaldsskóla í Suður-Karólínu í Bandaríkjunum, var handtekinn á föstudag og færður í fangageymslu.

Ástæðan er uppátæki Lewis sem úðaði efni úr spreybrúsa um skólann sem á að líkja eftir lykt af hægðum. Lögregla telur að um einhvers konar hrekk hafi verið að ræða þó ekki sé búið að útiloka að aðrar hvatir hafi legið að baki.

Óhætt er að segja að uppi hafi orðið fótur og fit í skólanum því auk þess að trufla kennslu urðu fjölmargir nemendur veikir. Þá er talið að tjón á innanstokksmunum skólans hlaupi á tugum þúsunda dollara þar sem skipta þarf út húsgögnum og fleiru.

Í fréttum bandarískra fjölmiðla kemur fram að talið sé að Alexander hafi notað hið svokallaða „kúkasprey“ nokkrum sinnum á tímabilinu frá 25. ágúst síðastliðnum og þar til í síðustu viku. Kvörtuðu nemendur undan höfuðverkjum, ógleði og svima þegar lyktin var sem verst.

Þá þurfti einn nemandi, sem þjáist af astma, að heimsækja lækni í þrígang vegna óþæginda í öndunarfærum.

Lewis gengur nú laus gegn tryggingu en hann á yfir höfði sér ákæru fyrir skemmdarverk og fyrir að trufla skólastarf. Ekki er útilokað að fleiri ákærur líti dagsins ljós. Í fréttum bandarískra fjölmiðla kemur fram að varan sem Alexander notaði hafi verið keypt á netinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 5 dögum

Hrottalegt morð táningsstúlku veldur enn heilabrotum rúmum áratug síðar

Hrottalegt morð táningsstúlku veldur enn heilabrotum rúmum áratug síðar
Pressan
Fyrir 5 dögum

Farþegi lést um borð í flugi til Kanaríeyja

Farþegi lést um borð í flugi til Kanaríeyja