fbpx
Þriðjudagur 16.september 2025
Pressan

Læknir sem fór úr skurðaðgerð til að hafa samfarir við hjúkrunarfræðing heldur leyfinu

Pressan
Þriðjudaginn 16. september 2025 19:30

Dr. Suhail Anjum - Youtube-skjáskot

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fagdómstóll heilbrigðisstarfsmanna á Englandi (Medical Practitioners Tribunal Service) hefur úrskurðað að læknir sem fór úr skurðaðgerð til að hafa samfarir við hjúkrunarfræðing haldi lækningaleyfi sínu. Dómstóllinn telur brot hans þó alvarlegt og læknirinn sjálfur segir að hegðun sín hafi verið skammarleg. Hins vegar er talið ólíklegt að læknirinn fremji viðlíka brot aftur.

Um er að ræða svæfingarlækninn Dr. Suhail Anjum, mann frá Pakistan, sem starfaði á Tame-sjúkrahúsinu í Manchester. Dag einn í september árið 2023 fór Dr. Anjum út af skurðstofunni þar sem hann hafði svæft sjúkling og bað hjúkrunarfræðing um að fylgjast með sjúklingnum á meðan hann skryppi á salernið.

Dr. Anjum var burtu í átta mínútur en á þeim tíma kom vinnufélagi hans að honum og hjúkrunarfræðingi í samförum.

Sjúklinginn sakaði ekki við þetta litla ævintýri læknisins en læknirinn var leystur frá störfum í febrúar 2024, að undangenginni innanhússrannsókn á sjúkrahúsinu á atvikinu.

Dr. Anjum var auðmjúkur er hann bar vitni fyrir fagdómstólnum, sagði hegðun sína skammarlega og að hann hefði brugðist starfsfélögum sínum. Í millitíðinni flutti hann með fjölskyldu sína til Pakistan en hefur nú ákveðið að freista gæfunnar á ný sem læknir í Englandi eftir að ljóst er að hann heldur lækningaleyfi sína þar í landi.

Sem fyrr segir úrskurðaði fagdómstóllinn að Anjum skyldi halda leyfi sínu en verið getur að í skráningu hans verði birt viðvörun. Dómstóllinn hefur ekki ákveðið hvort svo verði.

Sjá nánar á Metro.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hægri- og vinstrimenn Bandaríkjanna keppast við að sverja af sér meinta skotmanninn – En hvað er vitað um skoðanir hans?

Hægri- og vinstrimenn Bandaríkjanna keppast við að sverja af sér meinta skotmanninn – En hvað er vitað um skoðanir hans?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Svona getur þú prófað hversu heilbrigð lungun þín eru

Svona getur þú prófað hversu heilbrigð lungun þín eru
Pressan
Fyrir 3 dögum

Telja að myndbandsræða Trump hafi verið búin til af gervigreind

Telja að myndbandsræða Trump hafi verið búin til af gervigreind
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fékk ekki hlutverkið sem hann sóttist eftir – Leikstjórinn vildi ekki „Luke Skywalker“

Fékk ekki hlutverkið sem hann sóttist eftir – Leikstjórinn vildi ekki „Luke Skywalker“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Er þetta maðurinn sem skaut Charlie?

Er þetta maðurinn sem skaut Charlie?
Pressan
Fyrir 5 dögum

Nýbirt skjöl varpa ljósi á ástæður þess að hann sviðsetti eigið andlát

Nýbirt skjöl varpa ljósi á ástæður þess að hann sviðsetti eigið andlát