fbpx
Þriðjudagur 16.september 2025
Pressan

Hvíta húsið vísar á bug sögusögnum um að einn helsti ráðgjafi Trump leiki sér með dúkkur

Pressan
Þriðjudaginn 16. september 2025 15:30

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stephen Miller, einn helsti ráðgjafi Donald Trump Bandaríkjaforseta, leikur sér ekki með dúkkur. Það segir embætti forsetans, Hvíta húsið, í það minnsta í samtali við The Rolling Stone.

Áður en Stephen Miller fór að vinna í Hvíta húsinu starfaði hann í bandaríska þinghúsinu og að sögn The Daily Beast var hann ekki vel liðinn. Starfsmenn Repúblikanaflokksins lögðu fæð á hann og baktöluðu við hvert tækifæri. Talið er að þannig hafi farið af stað sögusagnir um að Miller stundi það að leika sér með póstulínsdúkkur.

Miller hefur spilað hlutverk í nokkrum stórum og umdeildum verkefnum ríkisstjórnarinnar, svo sem að koma upp sérstökum fangabúðum fyrir innflytjendur og að senda herinn í stórborgir þar sem demókratar eru við völd.

Rolling Stone tekur fram í nærmynd sinni af Miller að engan í þinghúsinu hafi órað fyrir því hversu hátt Miller myndi rísa innan raða Repúblikana. Líklega hefðu samstarfsmenn hans þá hugsað sig um tvisvar áður en þeir skálduðu upp sögusagnir um hann.

„Hann var svo illaliðinn af íhaldssömum kollegum í þinghúsinu að starfsmenn repúblikana á öðrum skrifstofum skálduðu eða dreifðu rætnum sögusögnum um Miller, svo sem að hann stundaði það að leika sér með póstúlínsbrúður. (Embættismaður Hvíta hússins fullyrðir að slíkar lýsingar af starfstíma hans á þinghúsinu séu „ónákvæmt og tilhæfulaust slúður“).“

Um slúðurdrottningarnar segir í nærmyndinni:

„Þá óraði ekki fyrir því að meira yrði úr Miller en bara að vera lokahnykkurinn í brandara eða öðrum víti til varnaðar um það sem gerist þegar þú lest of mikið af öfgahægri haturssíðum og dýfir þér í umdeildustu mýrarnar í Washington.“

Miller hafi óvænt orðið einn valdamesti maðurinn í Bandaríkjunum og er nú innan raða MAGA-hreyfingarinnar kallaður viðurnöfnum á borð við: skuggastjórinn, forsætisráðherrann, raunverulegi ríkissaksóknarinn, yfirmaður varnarmála, eða Miller forseti.

Þar með hafi þessi maður sem jafnvel forsetinn hafi áður gert grín að komið öllum að óvörum, en Trump mun meðal annars hafa kallað Miller: Furðulega Stephen.

Upplýsingafulltrúi Hvíta hússins, Karoline Leavitt, segir við Rolling Stone að  Trump beri mikla virðingu fyrir ráðgjafa sínum og allar fullyrðingar um annað eigi ekki við rök að styðjast.

„Ég get sjálf vottað virðinguna sem Trump forseti ber fyrir Stephen því ég verð vitni að henni daglega,“ sagði Leavitt og bætti við: „Til viðbótar við að vera gífurlega hæfur í starfi er Stephen traustur kollegi og vinur. Allar fullyrðingar um annað eru rætið slúður frá fólki sem þekkir hann ekki.“

Rolling Stone tekur fram að sem unglingur hafi Miller ekki þráð nokkuð heitar en að „triggera“ vinsælu og fallegu krakkana í skólanum sem vildu ekkert með hann hafa. Hann hafi strax þá verið öfgafullur í skoðunum og bara versnað með árunum. Einkum í afstöðu sinni gagnvart innflytjendum en einn fyrrum skólafélagi segir að Miller hafi slitið vinskap þeirra þegar þeir voru táningar því félaginn er af latneskum uppruna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Vísindamaður segir að villtir draumar Pútíns um eilíft líf séu ekki svo fjarstæðukenndir

Vísindamaður segir að villtir draumar Pútíns um eilíft líf séu ekki svo fjarstæðukenndir
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þú ert líklega ekki að borða nóg af trefjum – Svona bætirðu úr því

Þú ert líklega ekki að borða nóg af trefjum – Svona bætirðu úr því
Pressan
Fyrir 3 dögum

Dularfulli brúðkaupsgesturinn – Brúðurin komst að sannleikanum mörgum árum síðar

Dularfulli brúðkaupsgesturinn – Brúðurin komst að sannleikanum mörgum árum síðar
Pressan
Fyrir 4 dögum

Falsfréttir um morðið á Charlie Kirk kollsteyptu lífi Kanadamanns á lífeyrisaldri

Falsfréttir um morðið á Charlie Kirk kollsteyptu lífi Kanadamanns á lífeyrisaldri
Pressan
Fyrir 4 dögum

Losnar ekki við óumbeðnar athugasemdir nágrannans – „Ég er ekki hörundsár, en ég hef fengið algjörlega nóg“

Losnar ekki við óumbeðnar athugasemdir nágrannans – „Ég er ekki hörundsár, en ég hef fengið algjörlega nóg“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Birta myndir af meintum morðingja Charlie Kirk og biðja almenning um aðstoð

Birta myndir af meintum morðingja Charlie Kirk og biðja almenning um aðstoð