Frá forsetakosningunum í Bandaríkjunum hafa demókratar verið harðlega gagnrýndir. Meðal annars fyrir að hafa misst tengslin við sína eigin grasrót og þannig tapað kjósendum en fyrst og fremst hefur flokkurinn verið gagnrýndur fyrir bitlausa stjórnarandstöðu gegn ríkisstjórn Donald Trump. Reyna demókratar nú að ná vopnum sínum að nýju og fara til þess ólíkar leiðir. Einn demókrati hefur vakið sérstaka athygli fyrir baráttu sína gegn Trump. Það er ríkisstjóri Kaliforníu, Gavin Newsom, en hann hefur ákveðið að láta forsetann bragða á eigin meðali á samfélagsmiðlum.
Bæði Newsom sjálfur og almannatengsladeild ríkisstjórans hafa farið mikinn undanfarna mánuði á samfélagsmiðlum, einkum á miðlinum X. Þar birta þau færslur sem við fyrstu sýn mætti ætla að kæmu frá forsetanum sjálfum.
Hér neðar hafa verið tekin saman nokkur dæmi um færslur þar sem meðal annars er gripið í uppnefni, hástafi, ýkjur og gífuryrði í anda forseta Bandaríkjanna.
Stóra spurningin er svo hvort þetta virki, en ætla má að Trump og Newsom séu ekki að birta færslur fyrir sama markhópinn. Af athugasemdum má dæma að demókratar séu fyrst og fremst lukkulegir með færslurnar á meðan stuðningsmönnum Trump finnst þetta barnalegt. Eitthvað virðist þetta hafa farið fyrir brjóstið á Trump samt sem um tíma hætti að birta færslur með hástöfum og tónaði aðeins niður gífuryrðin. Nú virðist forsetinn þó hafa komist að þeirri niðurstöðu að Newsom sé örvæntingafullur, enda fyrirliggjandi að það verði Trump sem bjargar Kaliforníu frá sjálfri sér en ekki Newsom.
Politico ræddi um málið við MAGA-áhrifavaldinn Steve Bannon sem segir að Newsom geti reynt en hann verði aldrei neinn Trump.
„Hann er enginn Trump, en ef þú horfir á demókrataflokkinn þá er hann í það minnsta að ná einhverri athygli og er að reyna að herma eftir baráttuanda Trump, er það ekki? Hann virðist eins og eina manneskjan meðal demókrata sem er að undirbúa slag sem hann telur sig geta unnið.“
Eins ræddi Politico við sérfræðinga í starfrænum markaðsherferðum sem benda á að Newsom gæti haft eitthvað fyrir sér. Hann sé að sanna það að demókratar geti stigið niður af sínum háa hesti og það muni skila sér. Demókratar hafa einmitt verið gagnrýndir fyrir að vera bæði skipaðir og fyrir að þjóna aðeins menntaelítu. Demókratar hafa orðið fangar pólitísks rétttrúnaðar sem hafi algjörlega vængstíft þá og orðið til þess að stjórnmálamenn þeirra þori ekkert að segja. Newsom sé að sýna að það sé óþarfi að vera hræddur.
Newsom sjálfur segir:
„Ég er eiginlega bara að fylgja hans [Trump] fordæmi. Ef þú hefur eitthvað að athuga við það sem ég er að birta þá hefurðu eitthvað að athuga við það sem hann birtir sem forseti. Ég held að stóra spurningin sé hvernig við höfum leyft þessum stöðluðu færslum hans að viðgangast athugasemdalaust undanfarin ár.“
Politico bað skrifstofu forsetans um að bregðast við en eina svarið var jarm sem vísaði í frægt atriði úr sjónvarpsþáttunum Mad Man.
OUR LASERS ARE THE BIGGEST LASERS. pic.twitter.com/0rkgTV7h4c
— Governor Newsom Press Office (@GovPressOffice) September 10, 2025
HEARTBREAKING: Trump continues to BETRAY rural Americans — this time CLOSING the ONLY hospital in a county that he won by nearly TWO THIRDS.
“Another California county is losing its only hospital after feds refuse to step in” pic.twitter.com/CLGNbmlqv8
— Governor Newsom Press Office (@GovPressOffice) September 8, 2025
COUCH BOY, I’M NOT MIMICKING DOZY DON. I’M MOCKING HIM. ONLY SOMEONE WITH A LAW DEGREE FROM CHUCK E. CHEESE COULD BE AS DUMB AS YOU!!! — GCN https://t.co/NtS2TGcpjT
— Governor Newsom Press Office (@GovPressOffice) September 7, 2025
NFL REDZONE JUST HAD ITS FIRST COMMERCIAL (TERRIBLE. SO DISTRACTING!!!) I AM VERY SERIOUSLY CONSIDERING BANNING THEM FOREVER. TRUMP LET THIS HAPPEN. TOTAL DISASTER!! I, AMERICA’S FAVORITE GOVERNOR, GAVIN C. NEWSOM (MANY SAY “THE FIXER”), WILL CLEAN IT UP. ESPN, A GREAT AMERICAN…
— Governor Newsom Press Office (@GovPressOffice) September 7, 2025
TINY HANDS IS OUT HERE COPYING ME — BUT WITHOUT THE STAMINA (SAD), AND CERTAINLY WITHOUT THE “LOOKS.” TOTAL BETA! — GCN https://t.co/AwjuS3div2 pic.twitter.com/OW8yXxmLYl
— Governor Newsom Press Office (@GovPressOffice) August 16, 2025
WOW. A YOUNGER ME. THANK YOU!! THE GOLDEN STATE CONTINUES TO POWER THE GOLDEN AGE!! — GCN https://t.co/c2sGI5FWWE
— Governor Newsom Press Office (@GovPressOffice) September 6, 2025
WOW! @SEANHANNITY HAS A SEVERE CASE OF NEWSOM DERANGEMENT SYNDROME (NDS!). CALL THE AMBULANCE, DOCTORS SAY IT MAY BE TERMINAL! SAD!!! pic.twitter.com/1Q1mCrkITM
— Governor Newsom Press Office (@GovPressOffice) September 5, 2025
CHEERS! PATRIOTS!!! pic.twitter.com/GlvY7LWRSl
— Governor Newsom Press Office (@GovPressOffice) September 4, 2025
— Governor Newsom Press Office (@GovPressOffice) September 4, 2025
HAPPY LABOR DAY TO ALL, INCLUDING THE SCUM THAT IS TRYING TO DESTROY OUR COUNTRY WITH A SICK WARPED RADICAL MIND, KILLING SMALL BUSINESSES WITH CRAZY TARIFFS, TAKING HEALTH CARE FROM CHILDREN, PARDONING J6 THUGS, SENDING THE „PRIVATE ARMY“ TO ARREST GRANDMA, WRECKING OUR…
— Governor Newsom Press Office (@GovPressOffice) September 1, 2025
J.D. “JUST DANCE” VANCE, WHO NOBODY LIKED UNTIL TRUMP PICKED HIM OUT OF THE „BARGAIN BIN“ IN THE WALMART CLEARANCE SECTION, WENT ON FOX TO TRASH ME, GAVIN C. NEWSOM, AMERICA’S MOST POPULAR GOVERNOR. THE DANCING QUEEN CAN’T STOP! I LIVE RENT-FREE IN HIS HEAD (VERY TINY SPACE,…
— Governor Newsom Press Office (@GovPressOffice) August 29, 2025
WOW !! PRESIDENT TRUMP SAYS ABOUT ME, GAVIN C. NEWSOM: “HE’S A NICE GUY, LOOKS GOOD.” THANK YOU FOR THE KIND WORDS, LITTLE HANDS. EVERYONE SEEMS TO BE TALKING ABOUT ME (AMERICA’S FAVORITE GOVERNOR!). —GCN pic.twitter.com/s8UdroiPRK
— Governor Newsom Press Office (@GovPressOffice) August 26, 2025
WOW! WE HAVE NOW SOLD OVER $100K OF THE BEST PRODUCTS EVER MADE!!
IF YOU HATE THE PATRIOT SHOP, YOU HATE AMERICA!
THANK YOU! https://t.co/b1GeTGzLuy
— Gavin Newsom (@GavinNewsom) August 25, 2025