fbpx
Föstudagur 12.september 2025
Pressan

Dularfulli brúðkaupsgesturinn – Brúðurin komst að sannleikanum mörgum árum síðar

Pressan
Föstudaginn 12. september 2025 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í mörg ár hefur Michelle Wylie velt því fyrir sér hvaða maður það var sem birtist skyndilega í brúðkaupinu hennar árið 2021. Michelle þekkti alla sem voru á staðnum – enda búið að skipuleggja gestalistann vandlega – nema þennan dularfulla dökkhærða mann.

Michelle giftist sínum heittelskaða, John Wylie, á Carlton-hótelinu í Prestwick í Skotlandi í nóvember 2021 þar sem þeirra nánustu vinir og ættingjar fögnuðu með þeim.

Michelle hefur meðal annars birt reglulega færslur á Facebook þar sem hún lýsir eftir manninum en allt hefur komið fyrir ekki.

En henni tókst að leysa ráðgátuna á dögunum þegar enn ein Facebook-herferðin, ef svo má segja, skilaði árangri og maðurinn sjálfur hafði samband við hana.

Í ljós kom að dularfulli maðurinn heitir Andrew Hillhouse og hefur hann gengist við því að vera umræddur maður sem sést á ljósmyndum frá brúðkaupinu.

Hann útskýrði málið þannig að þennan dag hafi hann átt að fara í brúðkaup með kærustu sinni. Eitthvað varð til þess að honum var gefið rangt heimilisfang fyrir veisluhöldin. Hann mætti rétt áður en veisluhöldin hófust og sagðist einungis hafa kannast við brúðina og brúðgumann en ekki aðra gesti.

Andrew vissi að hann væri á röngum stað þegar hann sá Michelle ganga inn í salinn – þá gerði hann sér grein fyrir því að hann þekkti hana ekki.

Andrew lýsti því að hann hafi ákveðið að vera við athöfina á Carlton-hótelinu til að vekja ekki grunsemdir, en hann var þó fljótur að lauma sér í burtu þegar borðhald hófst.

Michelle hefur sem fyrr segir ítrekað reynt í gegnum árin að finna út hver maðurinn væri sem birtist á myndunum, en hvorki fjölskylda, vinir né þjónustuaðilar vissu neitt.

Eftir að hún fann hann loks í gegnum Facebook hittust þau á dögunum og ræddu þetta sprenghlægilega mál. Segir Michelle við Mail Online að hún hafi ekki getað hætt að hlæja. Andrew, sem er 33 ára málari, segir við Mail Online að hann hafi oft velt fyrir sér í gegnum árin hvort málið ætti eftir að rata aftur til hans – sem það svo sannarlega gerði.

Andrew segir að þennan sama dag hafi kærasta hans verið brúðarmær í öðru brúðkaupi hjá vinafólki hennar. Hann fékk skilaboð um að athöfnin væri á Carlton-hótelinu í Prestwick þegar hún var í raun á Great Western-hótelinu í Ayr.

Andrew sagði að hann hefði verið seinn á ferðinni og keyrt að hótelinu fimm mínútum fyrir athöfnina. Hann sá sekkjapípuleikara og gesti ganga inn og hugsaði með sér að þetta hlyti að vera rétti staðurinn. Rifjar hann upp að hann hafi gengið inn í salinn, séð brúðgumann og hugsað: „Allt í lagi, þetta hlýtur að vera Ben.“

Hann segir það ekki hafa hringt neinum viðvörunarbjöllum að hann hefði ekki þekkt neina gesti. Hann hafi jú bara þekkt kærustu sína og brúðina.

„Svo byrjaði tónlistin, allir stóðu upp og sneru sér við og þá sá ég það: „Guð minn góður, þetta er ekki Michaela!” Ég var í röngu brúðkaupi. Maður getur ekki staðið upp og labbað út í miðri athöfn, þannig að ég varð að sitja áfram og þykjast, í 20 óþægilegar mínútur,“ segir hann.

Andrew laumaði sér svo út, hringdi nokkur símtöl og komst loksins á réttan stað.

Michelle segist vera ánægð með að ráðgátan sé leyst. „Brúðkaupsdagurinn okkar var fullkominn – og þetta bætir bara annarri dásamlegri minningu við,“ segir hún við Mail Online.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

903 daga martröð doktorsnemanda loks á enda

903 daga martröð doktorsnemanda loks á enda
Pressan
Fyrir 2 dögum

Móðir tók inn ketamín í unglingapartý til að fræða dóttur sína um fíkniefni- „Vanhugsuð tilraun til að vera gott foreldri“

Móðir tók inn ketamín í unglingapartý til að fræða dóttur sína um fíkniefni- „Vanhugsuð tilraun til að vera gott foreldri“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Reiði eftir að blásið var til söfnunar fyrir morðingja

Reiði eftir að blásið var til söfnunar fyrir morðingja
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fjölskylduharmleikur á sveitasetri – Brostannlæknirinn myrti eiginkonu og dóttur áður en hann tók eigið líf

Fjölskylduharmleikur á sveitasetri – Brostannlæknirinn myrti eiginkonu og dóttur áður en hann tók eigið líf