fbpx
Fimmtudagur 11.september 2025
Pressan

Losnar ekki við óumbeðnar athugasemdir nágrannans – „Ég er ekki hörundsár, en ég hef fengið algjörlega nóg“

Pressan
Fimmtudaginn 11. september 2025 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hin ráðagóða Abby hefur svarað lesendum bandarískra fjölmiðla síðan á sjötta áratug síðustu aldar. Hún hefur verið svo vinsæl að eftir að hin upprunalega Abby, Pauline Esther Phillips, lést árið 2013 tók dóttir hennar, Jeanne Phillips, við keflinu.

Abby tekst á við ýmislegt sem brennur á lesendum hennar og endurspegla svör hennar stundum breytingar í samfélaginu sem fólk hefur ekki endilega áttað sig á.
Nýlega svaraði Abby fyrirspurn frá konu sem sagði

„Kæra Abby. Við hjónin göngum umhverfis stöðuvatn þrisvar í viku. Við hittum annað par þar sem virtist þægilegt þangað til eiginmaðurinn reyndi að gefa mér nafn læknisins síns svo ég gæti „látið fjarlægja þennan hlut“. („Þennan hlut‘ er fegurðarbletturinn við hliðina á brosinu mínu.) Ég sagði honum að ég hefði ekki áhuga á að láta fjarlægja hann.

Næst þegar við hittumst við vatnið minntist maðurinn aftur á þetta. Í þriðja skiptið sem hann ræddi þetta sagði hann mér að flestir myndu reiðast honum fyrir ráð hans, en: „Þú ert törkutól, þú þolir þetta.“ Síðustu þrjú skiptin sem við höfum rekist á þau hefur hann dregið í efa líkamstjáningu mína. „Hvað er í gangi með hendurnar á þér?“ „Af hverju ertu að gera þetta með fingrunum?“ „Sjáðu þig! Þú lítur út eins og þú sért tilbúin að kyrkja mig.“ Eða hann gerir athugasemdir við klæðnaðinn minn: „Hvaða sokkar eru þetta?“

Abby, ég er ekki hörundsár, en ég hef fengið algjörlega nóg. Þessi gaur brosir og hlær, skemmtir sér á meðan hann lætur mér líða óþægilega.“

Segist konan byrjuð að ganga fram hjá parinu, brosa og óska ​​þeim gleðilegs dags, en ekki sýna neinn áhuga til að stoppa og ræða daginn og veginn.

„Í gær kallaði maðurinn: „Stopp!“ Ég hélt áfram göngunni, en maðurinn minn stoppaði til að spjalla. Mér finnst maðurinn vera óþægilegur en hann heldur greinilega að ég sé sú sem er dónaleg. Ég sé þetta þróast í að verða raunverulegt vandamál og ég vil forðast vandræði. Eina leiðin til að leysa þetta án vandræða er að finna einhvern annan stað fyrir morgungöngutúrana. Maðurinn minn er ósammála því.“

Konan spyr Abby hvaða leið sé best til að leysa þetta vandamál. Segir konan að henni hlakki ekki lengur til morgungönguferðanna.

„Bara vegna þess að ég er „hörð og þoli þetta“ þýðir það ekki að ég ætti að þurfa að þola stríðni hans og athugasemdir. Ég er að verða vondi gaurinn í þessum samskiptum og mér líkar það ekki. Vinsamlegast gefðu mér ráð.“

Abby svaraði konunni og sagði hana alls ekki vera vondi gaurinn í þessum samskiptum.

„Hreinskilnislega séð virðist maðurinn vera svolítið óeðlilegur. Þú ert ekki skyldug til að eiga samskipti við neinn sem veldur þér óþægindum. Ef eiginmaður þinn vill spjalla við hann ætti hann að gera það þegar þú ert ekki með honum í gönguferðinni. Ef hann er ekki nógu næmur til að átta sig á því ættirðu að halda áfram að ganga eða finna aðra gönguleið.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

903 daga martröð doktorsnemanda loks á enda

903 daga martröð doktorsnemanda loks á enda
Pressan
Í gær

Móðir tók inn ketamín í unglingapartý til að fræða dóttur sína um fíkniefni- „Vanhugsuð tilraun til að vera gott foreldri“

Móðir tók inn ketamín í unglingapartý til að fræða dóttur sína um fíkniefni- „Vanhugsuð tilraun til að vera gott foreldri“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Birta myndir af felustaðnum

Birta myndir af felustaðnum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Bíræfið rán náðist á myndband og borgarstjórinn er hoppandi illur

Bíræfið rán náðist á myndband og borgarstjórinn er hoppandi illur