fbpx
Fimmtudagur 11.september 2025
Pressan

Bolsonaro sakfelldur fyrir valdaránstilraun

Pressan
Fimmtudaginn 11. september 2025 19:31

Brasília - O deputado Jair Bolsonaro discute com a deputada Maria do Rosário durante comissão geral, no plenário da Câmara dos Deputados, que discute a violência contra mulheres e meninas, a cultura do estupro, o enfrentamento à impunidade e políticas públicas de prevenção, proteção e atendimento às vítimas no Brasil. (Foto: Marcelo Camargo/Agência Brasil)

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jair Bolsonaro, fyrrum forseti Brasilíu, hefur verið sakfelldur fyrir þátttöku í skipulagðri brotastarfsemi og fyrir tilraun til valdaráns.

Bolsonaro ásamt bandamönnum voru ákærðir fyrir að hafa reynt að hnekkja niðurstöðu forsetakosninganna árið 2022 svo hann gæti haldið völdum, en hann tapaði kosningunum fyrir Luiz Inácio Lula da Silva.

Bolsonaro var kærður í fimm ákæruliðum þar með talið valdaránstilraun, þátttaka í skipulagðri brotastarfsemi, fyrir að hafa með ofbeldi reynt að afnema réttarríkið og fyrir eignaspjöll.

Fyrrum forsetinn hefur setið í stofufangelsi síðan í ágúst. Að sögn The Guardian á hann yfir höfði sér áratugalangt fangelsi. Að sögn ákæruvaldsins hafði Bolsonaro ásamt bandamönnum áætlað áhlaup á þinghúsið þar sem meðal annars átti að beita sprengjuefni, stríðsvopnum eða eitri til að ráða Lula da Silva af dögum sem og varaforsetann og hæstaréttardómarann Alexandre de Moraes. Moraes var meðal dómara sem kváðu upp dóminn í dag.

Einn dómari á eftir að tilkynna niðurstöðu sína en nú þegar hafa þrír Hæstaréttardómarar, eða einfaldur meirihluti, sakfellt Bolsonaro. Refsing verður ákvörðuð þegar allir dómarar hafa skilað áliti.

Málið hefur að sögn CNN valdið gífurlegri skautun meðal almennings í Brasilíu og undanfarið hafa stuðningsmenn fyrrum forsetans í þúsundatali mótmælt á götum úti. Bolsonaro sjálfur neitar sök og segir málið dæmi um pólitískar nornaveiðar. Vinur Bolsonaro og fyrrum kollegi, forseti Bandaríkjanna Donald Trump, hefur tekið undir með honum og meðal annars hefur Trump beitt Brasilíu refsiaðgerðum í formi tolla og annarra þvingunaraðgerða fyrir að vísa málinu gegn Bolsonaro ekki frá. Trump hefur til dæmis meinað Moraes að ferðast til Bandaríkjanna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

903 daga martröð doktorsnemanda loks á enda

903 daga martröð doktorsnemanda loks á enda
Pressan
Í gær

Móðir tók inn ketamín í unglingapartý til að fræða dóttur sína um fíkniefni- „Vanhugsuð tilraun til að vera gott foreldri“

Móðir tók inn ketamín í unglingapartý til að fræða dóttur sína um fíkniefni- „Vanhugsuð tilraun til að vera gott foreldri“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Birta myndir af felustaðnum

Birta myndir af felustaðnum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Bíræfið rán náðist á myndband og borgarstjórinn er hoppandi illur

Bíræfið rán náðist á myndband og borgarstjórinn er hoppandi illur