fbpx
Fimmtudagur 11.september 2025
Pressan

Birta myndir af felustaðnum

Pressan
Þriðjudaginn 9. september 2025 08:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan í Nýja-Sjálandi hefur birt myndir sem sýna dvalarstað Tom Phillips og þriggja barna hans. Tom var skotinn til bana af lögreglu um helgina en hann hafði verið á flótta frá 9. desember 2021 þegar hann lét sig hverfa út í óbyggðir með börnin.

Börnin, Ember 9 ára, Maverick 10 ára og Jayda 12 ára, eru öll heil á húfi og segir lögregla að líðan þeirra sé góð eftir atvikum en þau muni þurfa tíma til að jafna sig.

Eitt barnanna var með Philipps þegar lögregla fann hann á sunnudag, en skotbardagi braust út með þeim afleiðingum að lögregluþjónn særðist og Tom lést.

Barnið sem var með Tom leiddi lögreglu að systkinum sínum og fundust þau á afviknum stað úti í skógi þar sem Tom var búinn koma upp aðstöðu fyrir þau.

Lögregla lagði meðal annars hald á skotvopn á svæðinu og þá fundust tvö fjórhjól sem Tom virðist hafa notað til að koma sér á milli staða.

Talið er að Tom og börnin hafi dvalið í óbyggðum Nýja-Sjálands síðastliðin fjögur ár en ekki hefur verið útilokað að hann hafi notið einhvers konar aðstoðar frá skyldmennum sínum sem búsettir eru í nágrenninu.

Hann var mjög vanur útivistarmaður og hafði áður farið með börn sín út í óbyggðir í nokkrar vikur í senn án þess að láta nokkurn vita.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Vasahringing lykilsönnunargögn í óhugnanlegu morðmáli

Vasahringing lykilsönnunargögn í óhugnanlegu morðmáli
Pressan
Í gær

Móðir stúlku sem dæmd var í lífstíðarfangelsi í Dubai grátbiður um hjálp – „Mjög heimskuleg mistök“

Móðir stúlku sem dæmd var í lífstíðarfangelsi í Dubai grátbiður um hjálp – „Mjög heimskuleg mistök“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Föttuðu hálfri öld seinna að mamman hafði bjargað gersemi frá glötun

Föttuðu hálfri öld seinna að mamman hafði bjargað gersemi frá glötun
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sjálfsskaði, svik og sjúkt klám – Hryllingssaga bresks læknis

Sjálfsskaði, svik og sjúkt klám – Hryllingssaga bresks læknis
Pressan
Fyrir 6 dögum

Harmleikurinn í Lissabon: Þjóðverji sem var talinn hafa dáið fannst á lífi

Harmleikurinn í Lissabon: Þjóðverji sem var talinn hafa dáið fannst á lífi
Pressan
Fyrir 6 dögum

Tóku eftir óvenjulegu athæfi lífvarða einræðisherrans eftir að hann yfirgaf herbergið

Tóku eftir óvenjulegu athæfi lífvarða einræðisherrans eftir að hann yfirgaf herbergið