Netflix-þáttaröðin The Hunting Wives fékk áhorfendur til að sitja límda við sófann í hámáhorfi þegar hún kom út þann 21. júlí. Þættirnir eru átta talsins og var þáttaröðin sú þriðja vinsælasta vikuna sem hún kom út. Gagnrýnendur sem og áhorfendur voru nokkuð ánægðir, en þáttaröðin er meðal annars með 82% skor á Rotten Tomatoes.
Fyrir þá sem eiga eftir að horfa þá fjalla þættirnir um hina óframfærnu Sophie O´Neill (Brittany Snow) sem flytur ásamt eiginmanni sínum og ungum syni þeira til Austur-Texas. Þar kynnist hún hinni heillandi Margo Banks (Malin Akerman) og fleiri ríkum húsmæðrum sem hafa ekkert við tímann annað að gera en drepa hann. Ekki líður á löngu þar til O’Neill er orðin vafin í lygavef Banks. Og þá finnst fyrsta líkið.
Þáttaröðin er spennandi tryllir, en á sama tíma stúfull af kynlífssenum, sem margar eru ansi hneyksanlegar sérstaklega fyrir Bandaríkjamenn sem virðast feimnari við nekt á skjánum, en poppa glaðir þegar hetjan slátrar illu köllunum á færibandi.
Spillir framundan. Ef þú hefur ekki horft á þættina og vilt ekki vita meira skaltu hætta að lesa hér.
Kynlífssenan sem hefur gert áhorfendur orðlausa, ef marka má færslur þeirra á TikTok. Já fólk getur verið orðlaus og hamrað á lyklaborðið engu að síður, er sena sem hjónin Callie (Jaime Ray Newman) og lögreglustjórinn Jonny (Branton Box) sjást í í þætti sjö, Shooting Star.
Í atriðinu stunda hjónin „pegging“ og er eiginmaðurinn tekinn af konu sinni þar hún spyr hann hvort hann sé „stóri helvítis yfirmaðurinn“. Pegging er þegar konan klæðist gervilim og stundar endaþarmsmök við mann.
Á TikTok eru margir áhorfendur hneykslaðir og orðlausir yfir hversu langt þáttaröðin gengur í kynlífsatriðum. Og það er búið að vera nóg af þeim í þáttunum á undan þeim sjöunda.
Í raun má segja að hér sé brotið niður staðalímyndin um fullkomna parið sem hjónin gefa sig út fyrir að vera og þau sannkristnu gildi sem þau þykjast standa fyrir. Enginn veit hvað gerist bak við luktar dyr í samböndum.
Í þætti fjögur er önnur sena, þó ekki kynferðisleg, þar sem Callie mættir á lögreglustöðina undir því yfirskini að hún sé að færa eiginmanninum hreina skyrtu og bindi. Á skrifstofu hans lætur hún hann draga niður um sig buxurnar og halla sér fram á skrifborðið, og sprautar hann í rassinn með því sem hún kallar „karlmannssafa (e. man-juice)“ hans, og líklega er um testósterón að ræða. Algjörlega nauðsynlegt þar sem hann vill „vera næsti Joe Arpaio,“ segir hún. Arpaio, sem er 93 ára, var lögreglumaður og stjórnmálamaður, hann var sýslurmaður í 24 ár í Maricopasýslu í Arizona og titlaði sjálfan sig sem harðasta sýslumann Bandaríkjanna.
Í raun má segja að báðar senurnar sýni að Jonny vill vera karlmenni, en það er eiginkonan sem stjórnar og segir honum hvernig hann á standa eða beygja sig í þessu tilviki.
Þannig að nú er bara að svæfa tepruskapinn og ýta á play á Netflix, nektar- og kynlífssenurnar byrja strax í fyrsta þætti af The Hunting Wives.
@specialkcano #thehuntingwives #huntingwives #netflix #explore #explorepage #fyp ♬ original sound – SAINTED
@reveal_community Where is my international crew? #thehuntingwives #huntingwives #netflix #newshow #bedroom ♬ original sound – Reveal
@sineadspain32 Am I even old enough to watch this???!!! #thehuntingwives #plottwist #netflix #wth #show ♬ It Ain’t Right – Jessie Murph