fbpx
Miðvikudagur 10.desember 2025
Pressan

Thomas Gudinas var tekinn af lífi í gærkvöldi

Pressan
Miðvikudaginn 25. júní 2025 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Thomas Lee Gudinas, 51 árs fangi á dauðadeild í Flórída, var tekinn af lífi í gærkvöldi fyrir nauðgun og hrottafengið morð á hinni 27 ára Michelle McGrath í Orlono í maí 1994.

Gudinas var úrskurðaður látinn klukkan 18:13 að staðartíma eftir að banvænni lyfjablöndu var dælt í líkama hans. Aftakan gekk snurðulaust fyrir sig, að því er fram kemur í frétt AP.

Michelle sást síðast á lífi á barnum Barbarelle laust fyrir klukkan þrjú aðfaranótt 24. maí 1994. Lík hennar fannst nokkrum klukkustundum síðar í húsasundi og leiddi rannsókn í ljós að henni hafði verið nauðgað áður en hún var drepinn með barefli.

Thomas Lee hafði verið á þessum sama bar með vinum sínum þetta sama kvöld en allir sögðust þeir hafa yfirgefið barinn þetta kvöld án hans. Öryggisvörður í skóla í nágrenninu sagðist hafa séð mann sem líktist Thomas flýja af vettvangi en það var umræddur öryggisvörður sem fann lík Michelle skömmu síðar.

Önnur kona bar einnig vitni fyrir dómi og lýsti því að Thomas hefði kvöldið áður, fyrir utan þennan sama bar, elt hana og hótað því að nauðga henni.

Thomas var dæmdur til dauða árið 1995 og sat hann því á dauðadeild í 30 ár.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Banaslys í Mosfellsbæ

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Laundóttir Pútíns stöðvuð í París: „Fyrir þremur vikum drap faðir þinn bróður minn“

Laundóttir Pútíns stöðvuð í París: „Fyrir þremur vikum drap faðir þinn bróður minn“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hjónin lifðu í miklum lúxus í Dúbaí: Myrt á hrottalegan hátt eftir misheppnaða fjárkúgun

Hjónin lifðu í miklum lúxus í Dúbaí: Myrt á hrottalegan hátt eftir misheppnaða fjárkúgun
Pressan
Fyrir 6 dögum

Leikstjóri fékk milljarða frá Netflix til að gera þætti – Er nú sakaður um að hafa farið á stórbrotið eyðslufyllerí í staðinn

Leikstjóri fékk milljarða frá Netflix til að gera þætti – Er nú sakaður um að hafa farið á stórbrotið eyðslufyllerí í staðinn
Pressan
Fyrir 6 dögum

Kjörinn fulltrúi Repúblikana sökuð um að hafa rænt unglingsdóttur kollega eftir að hann neitaði að sofa hjá henni

Kjörinn fulltrúi Repúblikana sökuð um að hafa rænt unglingsdóttur kollega eftir að hann neitaði að sofa hjá henni