fbpx
Fimmtudagur 29.maí 2025
Pressan

Myndband virðist sýna uppnám á milli Macron og eiginkonu hans – Ýtti í andlitið á honum

Pressan
Mánudaginn 26. maí 2025 10:06

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skrifstofa Emmanuel Macron Frakklandsforseta hefur staðfest að eiginkona hans, Brigitte, hafi ýtt honum frá sér eftir að ósætti kom upp á milli þeirra.

Myndband sem tekið var við komu Macrons og Brigitte til Víetnam í gærkvöldi hefur vakið töluverða athygli, en á því sést þegar Brigitte virðist ýta í andlit eiginmanns síns áður en þau stigu frá borði skömmu eftir að forsetaflugvélin lenti í Víetnam.

Mail Online hefur birt myndbandið sem má sjá hér að neðan.

Skrifstofa forsetans neitaði því í fyrstu að myndefnið væri ekta en viðurkenndi síðar að það væri ósvikið. Mail Online hefur eftir nánum bandamanni forsetans að um „saklausa deilu“ hafi verið að ræða á milli hjónanna.

Annar segir að hjónin hafi einungis verið að grínast. „Þetta er augnablik sem sýnir nánd.“

Hjónin hafa verið gift frá árinu 2007 en töluverður aldursmunur er á þeim. Brigitte er 72 ára en Macron 47 ára.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Sextug kona í dái eftir að innbrotsþjófur braust inn á heimili milljarðamærings

Sextug kona í dái eftir að innbrotsþjófur braust inn á heimili milljarðamærings
Pressan
Fyrir 2 dögum

Svíar hvattir til að drepa ekki mýflugur

Svíar hvattir til að drepa ekki mýflugur
Pressan
Fyrir 2 dögum

Harvard sviptir starfsmann æviráðningu – Rannsakaði siðferðislega hegðun en var rekin fyrir ósiðferðislega hegðun

Harvard sviptir starfsmann æviráðningu – Rannsakaði siðferðislega hegðun en var rekin fyrir ósiðferðislega hegðun
Pressan
Fyrir 2 dögum

Útlendingastofnun svarar fyrir gagnrýni á mál Oscars – „Hann á foreldra í heimalandi“

Útlendingastofnun svarar fyrir gagnrýni á mál Oscars – „Hann á foreldra í heimalandi“
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Grænmeti er eitur“ segir prófessor í heilbrigðisfræði

„Grænmeti er eitur“ segir prófessor í heilbrigðisfræði
Pressan
Fyrir 3 dögum

Heitur drykkur og vinsælt sælgæti lækka blóðþrýstinginn og styrkja hjartað

Heitur drykkur og vinsælt sælgæti lækka blóðþrýstinginn og styrkja hjartað
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Ég sá fljúgandi furðuhlut með merki Air Force“ segir fyrrum læknir hjá NASA

„Ég sá fljúgandi furðuhlut með merki Air Force“ segir fyrrum læknir hjá NASA
Pressan
Fyrir 4 dögum

Móðir borgaði manni fyrir að myrða 12 ára dóttur hennar

Móðir borgaði manni fyrir að myrða 12 ára dóttur hennar