fbpx
Fimmtudagur 15.maí 2025
Pressan

Fór út að skemmta sér – Vaknaði næsta dag nakinn, aleinn og búið að stela peningunum hans

Pressan
Fimmtudaginn 15. maí 2025 07:30

Þessi djamma af krafti.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

31 árs karlmaður, sem býr í Miami í Bandaríkjunum, segir að kona, sem hann hitti þegar hann var úti að skemmta sér, hafi stolið mörg þúsund dollurum af honum.

Maðurinn ræddi við NBC Miami og sagðist hafa hitt konuna á bar í byrjun maí. Þau fóru síðan saman á annan bar áður en þau fóru heim til mannsins til að fá sér drykk.

Þegar hann vaknaði næsta morgun, var hann aleinn, mundi ekki hvað hafði gerst eftir að þau fengu sér drykk og þess utan hafði 3.000 dollurum í reiðufé verið stolið frá honum og Rolex úrinu hans.

„Þetta er skelfileg tilfinning því þetta getur í raun komið fyrir hvern sem er. Að vera gerður svo ósjálfbjarga og að einhver snerti meðvitundarlausan líkamann og gramsi í hlutunum þínum, það er skelfileg tilhugsun,“ sagði maðurinn og bætti við: „Hún hafði þetta í hyggju allt kvöldið. Alveg frá því að hún sá mig. Þetta er bara mannvonska.“

Lögreglan vildi ekki segja neitt beint um þetta mál en talsmaður hennar sagði í samtali við People að nokkrar handtökur hafi átt sér stað að undanförnu í tengslum við mál af þessu tagi þar sem konur virðast hafa valið karlmenn til að byrla ólyfjan og stela síðan frá þeim.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Segja jólin í hættu vegna Trump

Segja jólin í hættu vegna Trump
Pressan
Fyrir 2 dögum

Einstæður faðir fór á stefnumót – Það endaði skelfilega

Einstæður faðir fór á stefnumót – Það endaði skelfilega
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hún borðaði af appelsínugula disknum en gestirnir fengu öðruvísi diska – Þeir dóu en hún ekki

Hún borðaði af appelsínugula disknum en gestirnir fengu öðruvísi diska – Þeir dóu en hún ekki
Pressan
Fyrir 3 dögum

Mörgæs olli því að þyrla hrapaði

Mörgæs olli því að þyrla hrapaði
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hvaða skilaboð felast í því að ganga með derhúfu daglega?

Hvaða skilaboð felast í því að ganga með derhúfu daglega?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fólk er farið að ganga af göflunum vegna smeðjulegrar gervigreindar – Telja sig útvalin og með dulræna hæfileika

Fólk er farið að ganga af göflunum vegna smeðjulegrar gervigreindar – Telja sig útvalin og með dulræna hæfileika