fbpx
Fimmtudagur 15.maí 2025
Pressan

Lét ChatGPT lesa í kaffibolla og skildi í kjölfarið við eiginmann sinn

Pressan
Fimmtudaginn 15. maí 2025 14:29

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gervigreindin gefur og gervigreindin tekur, en það er líklega ágætisráð að stóla ekki um of á hana. Karlmaður steig fram í morgunþætti á Grikklandi á dögunum og greindi frá því að gervigreindin ChatGPT hefði heldur betur leikið hann grátt, svo grátt að nú er hjónabandi hans lokið. Hvers vegna? Því eiginkona hans fékk þá sniðugu hugmynd að biðja ChatGPT að lesa í kaffibolla hjónanna.

„Ég hló bara því ég hélt hún væri að grínast. En hún var ekki að því. Hún sagði mér að koma mér út, dagði börnunum frá skilnaðinum og áður en ég vissi fékk ég símtal frá lögmanni hennar.“

Eiginkonan bað ChatGPT að lesa í kaffikorg eiginmannsins og sendi gervigreindinni mynd. ChatGPT sagði að samkvæmt kaffikorginum væri eiginmaðurinn að láta sig dreyma um að halda framhjá honu sinni með yngri konu. Nafn þessarar hjákonu átti að byrja á E og væru það hreinlega örlög eiginmannsins að hefja samband við þesas konu.

Þá sendi eiginkonan inn mynd af sínum eigin kaffibolla og gervigreindin hélt áfram – það væri nú ljóst að eiginmaðurinn væri þegar byrjaður að hitta þessa konu og það sem meira var – viðhaldið ætlaði sér að rústa fjölskyldunni.

Eiginmaðurinn neitaði að samþykkja skilnaðinn svo honum var stefnt í skilnaðarmáli nokkrum dögum síðar. Lögmaður hans er að mótmæla kröfunni með þeim rökum að fullyrðingar frá gervigreind hafi ekkert gildi í dómsmáli, hvað þá þegar fullyrðingarnar byggja á bollalestri. Eiginmaðurinn tók fram að hans fyrrverandi hefði áður tekið fullmikið mark á spádómum. Hún hafi hitt stjörnuspeking fyrir nokkrum árum og tók það hana heilt ár að átta sig á því að ekkert af því sem spekingurinn sagði stóðst skoðun.

Techspot greinir frá.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Reyndu að ræna dóttur og barnabarni rafmyntakóngs

Reyndu að ræna dóttur og barnabarni rafmyntakóngs
Pressan
Í gær

Unglingur spurði þingmann hvers vegna Trump væri svona appelsínugulur – svarið hefur vakið athygli

Unglingur spurði þingmann hvers vegna Trump væri svona appelsínugulur – svarið hefur vakið athygli
Pressan
Fyrir 3 dögum

Donald Trump foj yfir gagnrýni á lúxusþotuna – „Heimsklassa aumingjar“

Donald Trump foj yfir gagnrýni á lúxusþotuna – „Heimsklassa aumingjar“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Frakkar vísa rússneskri falsfrétt um meint kókaín til föðurhúsanna – „Við verðum að vera á varðbergi“

Frakkar vísa rússneskri falsfrétt um meint kókaín til föðurhúsanna – „Við verðum að vera á varðbergi“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fimm óvæntar ástæður fyrir að þú ert alltaf þreytt(ur)

Fimm óvæntar ástæður fyrir að þú ert alltaf þreytt(ur)
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hryllingur ungbarns – Lík hennar fannst í kommóðu fyrir 2 árum

Hryllingur ungbarns – Lík hennar fannst í kommóðu fyrir 2 árum