Mæðgurnar komust aldrei á áfangastag og lögreglan fann bíl hennar daginn eftir. Klukkustund síðar fann kona, sem var á ferð í Allen County í Indiana, lík Phyllis í skurði við hlið þjóðvegsins. Dóttir hennar var ómeidd hjá líkinu.
Krufning leiddi í ljós að Phyllis hafði verið nauðgað og síðan skotin til bana.
Það var fyrst nýlega sem lögreglunni tókst að leysa málið.
Ríkislögreglan í Indiana tilkynnti í síðustu viku að Fred Allen Lienemann, sem var 25 ára 1972, hafi líklega verið að verki. Hann tengdist Phyllis ekkert en átti langan sakarferil að baki.
Hann var myrtur í Detroit 1985 en saksóknari segir að ef hann væri á lífi, myndi hann ákæra hann fyrir morð.