Fyrir marga er það bara spurning um vana hvorum megin þeir sofa. Við plöntum okkur öðru megin í upphafi sambandsins og síðan verður þetta bara rútína. En eftir því sem reviewed.com segir, þá geta ákveðnir þættir stýrt þessu vali okkar.
Þeir sem velja að sofa vinstra megin, eru sagðir opnari fyrir samskiptum við annað fólk, bjartsýnni og opnari fyrir nýjum upplifunum. Þeir hafa einnig tilhneigingu til að vera meira skapandi og betri til að takast á við stress.
Þeir sem sofa hægra megin eru hins vegar sagðir hlédrægari, skipulagðir og raunsæir og leggja mikla áherslu á rútínur og stöðugleika.
Valið á hvorum megin við sofum, getur einnig haft áhrif á svefngæðin. Sumum finnst þeir öruggari öðrum megin en hinum megin en þetta getur haft áhrif á getu þeirra til að slappa af og sofna. Það að sofa nærri dyrum eða glugga getur valdið kvíða hjá sumum en fyrir aðra veitir þetta öryggistilfinningu.
Sefur þú réttu megin miðað við ofangreint? Það er ekki svo flókið að finna út úr því – skiptið bara um hlið í nokkrar nætur og sjáið hvort þið sofið betur eða verr og hvort þetta hafi áhrif á skapið og orkuna.