fbpx
Þriðjudagur 06.maí 2025
Pressan

Sérfræðingar telja að þetta sé hroðalegasta aftaka veraldarsögunnar

Pressan
Sunnudaginn 20. apríl 2025 18:00

Listaverk sem sótti innblástur sinn í aftöku György Dózsa

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Krossfestingin sem Jesús frá Nasaret þurfti að upplifa er sannarlega hræðileg aftökuaðferð og til marks um grimmd fyrri tíma. Ekkert lát er á slíkum frásögnum úr veraldarsögunni og voru aftökuaðferðirnar sérstaklega grimmdarlegar á hinum myrku miðöldum.

Sagnfræðingar eru þó flestir á því að aftaka hins rúmenska György Dózsa sé sú hrottalegasta í mannkynssögunni. Dózsa var hermaður frá Transylvaníu sem leiddi uppreisn bænda gegn yfirboðurum sínum í upphafi 16. aldar.

Uppreisnin rann út í sandinn og var Dózsa handsamaður á lífi, illu heilli. Dózsa hafði verið kallaður bóndakonungurinn á meðan uppreisninni stóð og ákváðu aðalsmennirnir sem tóku hann höndum að krýna hann með sérstaklega grimmdarlegum hætti.

Dózsa var bundinn við sérsmíðað hásæti úr járni en síðan var kveikt bál undir því sem gerði það að verkum að Dózsa sviðnaði með tilheyrandi vítiskvölum. Að auki var járnkórónu, logandi heitri, komið fyrir á höfði hans.

Þess var þó gætt að Dózsa myndi lifa hina hrottalegu pyntingu af og þegar þessu var aflokið tóku hryllilegri raun við. Fyrst var bróðir Dózsa, Gergely, tekinn af lífi fyrir framan hann og þvínæst voru nánustu fylgismenn hans, sem höfðu verið sveltir í tíu daga, dregnir fyrir framan hann. Þeir voru neyddir til þess að leggja sér til munns bita sem skornir voru af Dózsa en þeir sem neituðu voru þegar í stað teknir af lífi.

Þegar þessari viðurstyggilegu raun var lokið var Dózsa svo sjálfur brytjaður niður.

Þrátt fyrir að á þessum árum hafi viðurstyggilegar aftökur tíðkast víða um Evrópu þá voru samtíðarmenn meira að segja hneykslaðir yfir grimmdinni sem bóndakónginum György Dózsa var sýnd og blessunarlega var aftökuaðferðin ekki endurtekin, svo vitað sé.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

United horfir til Mbeumo
Pressan
Í gær

Fundu fjársjóð en enduðu í grjótinu

Fundu fjársjóð en enduðu í grjótinu
Pressan
Í gær

Hvað sérð þú fyrst á myndinni? Svarið segir mikið um þig

Hvað sérð þú fyrst á myndinni? Svarið segir mikið um þig
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þetta er hinn fullkomni tími til að vakna á morgnana – Breytist með aldrinum

Þetta er hinn fullkomni tími til að vakna á morgnana – Breytist með aldrinum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ef þú ert í þessum blóðflokki er líklegra að þú haldir þér unglegum/legri árum saman

Ef þú ert í þessum blóðflokki er líklegra að þú haldir þér unglegum/legri árum saman
Pressan
Fyrir 3 dögum

Andvaka Elon Musk hellti úr skálum reiði sinnar yfir Wall Street Journal

Andvaka Elon Musk hellti úr skálum reiði sinnar yfir Wall Street Journal
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fyrrverandi hermaður var tekinn af lífi í gær

Fyrrverandi hermaður var tekinn af lífi í gær
Pressan
Fyrir 4 dögum

Staðfesti ævilangt fangelsi yfir foreldrum sem myrtu dóttur sína

Staðfesti ævilangt fangelsi yfir foreldrum sem myrtu dóttur sína
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hún var 9 ára þegar henni var rænt – Morðið sem bjargaði hundruðum barna frá því að hljóta hræðileg örlög

Hún var 9 ára þegar henni var rænt – Morðið sem bjargaði hundruðum barna frá því að hljóta hræðileg örlög