fbpx
Laugardagur 10.maí 2025
Pressan

Margir þekktir á meðal þeirra sem létust í harmleiknum

Pressan
Miðvikudaginn 9. apríl 2025 13:23

Mynd/Skjáskot CNN

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Yfirvöld í Dóminíska lýðveldinu hafa staðfest að 113 hafi dáið þegar þak á skemmtistað í höfuðborginni Santo Domingo hrundi í fyrrinótt. Þá eru yfir 250 slasaðir.

Margir þekktir einstaklingar voru í húsinu þegar slysið varð, þar á meðal atvinnumenn í íþróttum, stjórnmálamenn sem og tónlistarmenn.

Juan Manuel Méndez, aðgerðarstjóri á vettvangi, segir við New York Times að viðbragðsaðilar muni leita í rústunum sem svo lengi sem einhver von sé á að fólk finnist á lífi. Það er þó talið ólíklegt þar sem enginn hefur fundist á lífi fyrir en síðdegis í gær.

Tónlistarmaðurinn Rubby Pérez, sem er mjög þekktur í heimalandi sínu, er í hópi þeirra sem létust en hann var að spila á sviðinu þegar þakið hrundi.

Octavio Dotel, fyrrverandi leikmaður í bandarísku MLB-deildinni í hafnabolta, lést einnig í slysinu. Hann lék í MLB-deildinni í fimmtán ár. Annar fyrrverandi MLB-leikmaður, Tony Blanco, var á vettvangi og fannst hann látinn.

Þá lést kona að nafni Nelsy Cruz í slysinu en hún var ríkisstjóri Montecristi-héraðs og systir hafnaboltamannsins Nelson Cruz sem var í stjörnuliði MLB-deildarinnar. Hún hringdi í forseta landsins, Luis Abinader, úr rústunum og lét hann vita af slysinu. Nelsy lést á sjúkrahúsi af sárum sínum.

Þá létust þrír starfsmenn AFP Popular-bankans, þar á meðal bankastjórinn og eiginkona hans.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Haaland snýr aftur
Pressan
Í gær

Í öndunarvél eftir slys í vinsælum leik – Lögregla hefur ítrekað varað við leiknum

Í öndunarvél eftir slys í vinsælum leik – Lögregla hefur ítrekað varað við leiknum
Pressan
Í gær

Reyna að fæla ferðamenn frá með hörðum aðgerðum

Reyna að fæla ferðamenn frá með hörðum aðgerðum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Tvöfalt meiri innkoma vegna tolla

Tvöfalt meiri innkoma vegna tolla
Pressan
Fyrir 2 dögum

Starfsmaður japönsku keisarafjölskyldunnar rekinn – Stal reiðufé frá fjölskyldunni

Starfsmaður japönsku keisarafjölskyldunnar rekinn – Stal reiðufé frá fjölskyldunni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Örvæntingarfull leit að ungum systkinum – Horfin þegar mamma þeirra vaknaði

Örvæntingarfull leit að ungum systkinum – Horfin þegar mamma þeirra vaknaði
Pressan
Fyrir 3 dögum

Myndband varpar ljósi á hrikalegt slys áhorfandans

Myndband varpar ljósi á hrikalegt slys áhorfandans
Pressan
Fyrir 3 dögum

Heldur því fram að Bandaríkjamenn hafi byggt flókið net neðanjarðarbyrgja

Heldur því fram að Bandaríkjamenn hafi byggt flókið net neðanjarðarbyrgja
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fékk vinabeiðni á Facebook eftir ferðalag til Egyptalands sem kollsteypti lífi hennar – „Ég fórnaði öllu – heimili mínu, börnum, fjölskyldunni“

Fékk vinabeiðni á Facebook eftir ferðalag til Egyptalands sem kollsteypti lífi hennar – „Ég fórnaði öllu – heimili mínu, börnum, fjölskyldunni“