fbpx
Miðvikudagur 16.júlí 2025
Pressan

Fór inn á kvennaklósett og var handtekin

Pressan
Föstudaginn 4. apríl 2025 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Marcy Rheintgen, 20 ára trans kona, var handtekin á dögunum fyrir að nota kvennasalerni í ríkisþinghúsinu í Flórída.

Talið er að þetta sé fyrsta handtakan í ríkinu eftir að umdeild lög tóku gildi árið 2023 sem banna trans fólki að nota almenningssalerni í ríkisreknum byggingum sem samræmast ekki kyni þeirra við fæðingu.

Sambærileg lög eru í gildi í fleiri ríkjum, þar á meðal Wyoming, Utah, Montana og Suður-Dakóta. Háttsemin er þó aðeins refsiverð í Flórída og Utah.

Marcy var handtekin þann 19. mars síðastliðinn og gæti hún átt yfir höfði sér 60 daga fangelsi.

Marcy var meðvituð um það að hún væri að brjóta lögin þegar hún gekk inn í bygginguna í Tallahassee. Verðir í byggingunni vissu af komu hennar og sögðu að hún fengi viðvörun ef hún færi inn á kvennasalerni byggingarinnar. Marcy lét þá viðvörun sem vind um eyru þjóta, fór inn og þvoði á sér hendurnar.

Í frétt AP kemur fram að hún hafi svo verið handtekin þegar hún neitaði að yfirgefa salernið.

„Ég vildi bara að fólk myndi sjá hversu biluð þessi lög eru,“ segir hún í samtali við AP. „Ef ég er glæpamaður, þá verður erfitt fyrir mig að lifa venjulegu lífi, allt vegna þess að ég þvoði á mér hendurnar. Það er klikkun,“ segir hún.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 1 viku

Þekktur hjartalæknir segir að þetta það mikilvægasta til að forðast aldurstengda sjúkdóma

Þekktur hjartalæknir segir að þetta það mikilvægasta til að forðast aldurstengda sjúkdóma
Pressan
Fyrir 1 viku

Hvað þýðir það þegar hundurinn þinn liggur á bakinu?

Hvað þýðir það þegar hundurinn þinn liggur á bakinu?
Pressan
Fyrir 1 viku

Hélt að þetta væri ókeypis – Fékk reikning upp á tæpar tvær milljónir

Hélt að þetta væri ókeypis – Fékk reikning upp á tæpar tvær milljónir
Pressan
Fyrir 1 viku

Svona heldur þú köngulóm frá heimilinu að sögn sérfræðings

Svona heldur þú köngulóm frá heimilinu að sögn sérfræðings