Breska flugfélagið Ryanair hefur hvatt farþega sína til að forðast þrjá liti þegar kemur að því að kaupa nýjar ferðatöskur: Svartar, gráar og dökkbláan (e. navy).
Hvetur flugfélagið farþega til að nota við töskur sem eru í litum sem skera sig úr. Með því má minnka líkurnar talsvert á að taskan þín sé tekin í misgripum þar sem allflestar töskur eru í litunum hér að ofan.
Í frétt Mail Online er haftir Stefan Schulte, yfirmanni flugvallarins í Frankfurt í Þýskalandi, að hann hvetji fólk til að nota alls ekki svartar töskur. Á flugvellinum hafi komið upp mýmörg mál þar sem slíkar töskur eru teknar í misgripum og farþegar sitja uppi með sárt ennið.