fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Pressan

Voru að leita að stolnum köplum – Gengu inn í sannkallað hryllingshús

Pressan
Föstudaginn 28. mars 2025 04:10

Aðkoman var ekki hugguleg. Mynd:Genesee County Sheriff's Office

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar starfsmenn símafyrirtækis uppgötvuðu að búið var að stela miklu magni af köplum frá byggingasvæði, höfðu þeir samband við lögregluna. Rannsókn lögreglunnar leiddi hana að húsi ekki fjarri byggingasvæðinu. Þegar lögreglumennirnir gengu inn í húsið er óhætt að segja að þeir hafi gengið inn í sannkallað hryllingshús.

Lögreglan í Genesee County í Michigan skýrði frá þessu að sögn People sem segir að þegar lögreglumennirnir komu að húsinu hafi þeir strax áttað sig á að þarna voru hlutirnir ekki eins og þeir áttu að vera.

Fyrir það fyrsta sáu þeir dauðan hund í búri. Annar hundur, illa á sig kominn af hungri og þorsta, ráfaði um garðinn.

Þegar lögreglumennirnir brutu sér leið inn í húsið fundu þeir annan illa á sig kominn hund. Þeir fundu einnig dauðan hvolp í pítsukassa.

En hundarnir fjórir voru ekki það eina sem lögreglumennirnir fundu. Húsið var að hruni komið, viðbjóðslegt að innan en samt sem áður bjuggu fjórar manneskjur þar. Þrír fullorðnir og níu ára barn.

„Það var ekkert rafmagn á ísskápnum og það var úldin matur í honum, svo enginn hefði átt að búa þarna,“ sagði Christopher Swanson, lögreglustjóri, á fréttamannafundi og bætti við að svelt og vanrækt dýr og vanræksla á barni hafi blasað við lögreglumönnunum.

Hinir fullorðnu voru öll handtekin og barninu var komið í umsjá félagsmálayfirvalda.

Einn hinna handteknu, hin 29 ára Kelly Walker, er grunuð um illa meðferð á barni, dýraníð og dráp og pyntingar á dýri. Annar, hinn 38 ára Charles Askbaker, er grunaður um dýraníð, dráp og pyntingar á dýri, illa meðferð á barni og vörslu skotvopns. Þriðji maðurinn, hinn 47 ára Dougal Nelson, er grunaður um þjófnað, vörslu fíkniefna og að hafa streist á móti við handtöku.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Tvöfalt líf lyfjafræðingsins: Afhjúpa manninn á bak við eina alræmdustu vefsíðu heims

Tvöfalt líf lyfjafræðingsins: Afhjúpa manninn á bak við eina alræmdustu vefsíðu heims
Pressan
Í gær

Hann var myrtur árið 2021: Á mánudag ávarpaði hann morðingja sinn

Hann var myrtur árið 2021: Á mánudag ávarpaði hann morðingja sinn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Myndband varpar ljósi á hrikalegt slys áhorfandans

Myndband varpar ljósi á hrikalegt slys áhorfandans
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sala á „gullvegabréfum“ dæmd ólögleg

Sala á „gullvegabréfum“ dæmd ólögleg
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sannleikanum verður hver sárreiðastur – MAGA-liðar fokillir út í gervigreindina sem neitar að taka undir með þeim

Sannleikanum verður hver sárreiðastur – MAGA-liðar fokillir út í gervigreindina sem neitar að taka undir með þeim
Pressan
Fyrir 2 dögum

Konan sem rændi Elizabeth Smart aftur handtekin

Konan sem rændi Elizabeth Smart aftur handtekin
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lést þegar sprengja sprakk í höndum hennar

Lést þegar sprengja sprakk í höndum hennar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Segja þessa tillögu Trump þá heimskulegustu til þessa

Segja þessa tillögu Trump þá heimskulegustu til þessa