fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Pressan

Fundu mikið reiðufé heima hjá dómara áfrýjunardómstóls

Pressan
Föstudaginn 28. mars 2025 06:30

Frá Mumbai. Mynd/Wikipedia.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikil lagaleg óvissa er uppi á Indlandi þessa dagana í kjölfar þess að mikið reiðufé fannst heima hjá Yashwant Varma sem er dómari við áfrýjunardómstól. Hann þvertekur fyrir að eitthvað ólögmætt hafi átt sér stað.

Hæstiréttur Indlands birti skýrslu um málið á laugardaginn. Í henni eru meðal annars ljósmyndir af peningabúntum sem fundust að sögn á heimili Varma eftir að eldur kom upp þar. Hann er dómari við Delhi High Court áfrýjunardómstólinn.

Devendra Kumar Upadhyaya, forseti Delhi High Court, hefur hvatt dómsmálaráðherrann til að láta gera ítarlega rannsókn á málinu.

Í skýrslu hæstaréttar kemur fram að Varma neiti að hafa gert nokkuð ólöglegt og segi að ásakanir um annað séu hluti af áætlun um að skaða mannorð hans.

The Independent segir að í yfirlýsingu frá honum segi að hvorki hann né nokkur úr fjölskyldu hans hafi geymt mikið reiðufé á heimilinu og að enginn heimilismanna hafi nokkru sinni séð reiðufé í herberginu þar sem það fannst.

Hann benti einnig á að starfsfólk á heimilinu, garðyrkjumenn og ákveðnir opinberir starfsmenn hafi haft aðgang að herberginu þar sem peningarnir fundust.

Upadhyaya tók ekki undir þetta og sagði að fyrstu niðurstöður rannsóknar bendi til að enginn óviðkomandi hafi komist inn í herbergið eða haft aðgang að heimili Varma.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Tvöfalt líf lyfjafræðingsins: Afhjúpa manninn á bak við eina alræmdustu vefsíðu heims

Tvöfalt líf lyfjafræðingsins: Afhjúpa manninn á bak við eina alræmdustu vefsíðu heims
Pressan
Í gær

Hann var myrtur árið 2021: Á mánudag ávarpaði hann morðingja sinn

Hann var myrtur árið 2021: Á mánudag ávarpaði hann morðingja sinn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Myndband varpar ljósi á hrikalegt slys áhorfandans

Myndband varpar ljósi á hrikalegt slys áhorfandans
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sala á „gullvegabréfum“ dæmd ólögleg

Sala á „gullvegabréfum“ dæmd ólögleg
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sannleikanum verður hver sárreiðastur – MAGA-liðar fokillir út í gervigreindina sem neitar að taka undir með þeim

Sannleikanum verður hver sárreiðastur – MAGA-liðar fokillir út í gervigreindina sem neitar að taka undir með þeim
Pressan
Fyrir 2 dögum

Konan sem rændi Elizabeth Smart aftur handtekin

Konan sem rændi Elizabeth Smart aftur handtekin
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lést þegar sprengja sprakk í höndum hennar

Lést þegar sprengja sprakk í höndum hennar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Segja þessa tillögu Trump þá heimskulegustu til þessa

Segja þessa tillögu Trump þá heimskulegustu til þessa