fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Pressan

Segir að þennan dag muni Karl Gústaf afsala sér krúnunni

Pressan
Mánudaginn 24. mars 2025 07:30

Karl Gústaf Svíakonungur. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karl Gústaf, Svíakonungur, hefur alltaf haldið því fram að hann muni sitja á valdastól þar til hans hinsta stund rennur upp. En í nýrri bók er því haldið fram að hann hafi skipt um skoðun og hafi ákveðið að gera eins og Margrét II, fyrrum Danadrottning, og afsala sér krúnunni. Er hann sagður hafa ákveðið hvaða dag hann gerir þetta.

Johan T. Lindwall, sem sérhæfir sig í umfjöllun um sænsku konungsfjölskylduna, skýrir frá þessu í nýrri bók sinni „Victoria och Daniel – I nöd och lust“. Ef þetta er rétt hjá honum, þá geta krónprinsessan og eiginmaður hennar farið að undirbúa sig undir stöðuhækkun.

Lindwall segir að konungurinn, sem er 78 ára, hafi í hyggju að afsala sér krúnunni þegar Estelle, elsta barn Victoriu og Daniels, verður 18 ára en hún er 13 ára. Það eru því um fimm ár í að Karl Gústaf afsali sér krúnunni ef þetta er rétt hjá Lindwall.

„Það eru margir innan hirðarinnar sem telja sig vita að konungurinn hafi ákveðið að afsala sér krúnunni. Búið er að finna dagsetningu og ártal afsalsins – það er 23. febrúar 2030,“ segir Lindwall í bókinni.

Ástæðan fyrir valinu á þessari dagsetningu, er að þá verður Estell lögráða og getur tekið „vel undirbúin“ við sem krónprinsessa.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Tvöfalt líf lyfjafræðingsins: Afhjúpa manninn á bak við eina alræmdustu vefsíðu heims

Tvöfalt líf lyfjafræðingsins: Afhjúpa manninn á bak við eina alræmdustu vefsíðu heims
Pressan
Í gær

Hann var myrtur árið 2021: Á mánudag ávarpaði hann morðingja sinn

Hann var myrtur árið 2021: Á mánudag ávarpaði hann morðingja sinn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Myndband varpar ljósi á hrikalegt slys áhorfandans

Myndband varpar ljósi á hrikalegt slys áhorfandans
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sala á „gullvegabréfum“ dæmd ólögleg

Sala á „gullvegabréfum“ dæmd ólögleg
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sannleikanum verður hver sárreiðastur – MAGA-liðar fokillir út í gervigreindina sem neitar að taka undir með þeim

Sannleikanum verður hver sárreiðastur – MAGA-liðar fokillir út í gervigreindina sem neitar að taka undir með þeim
Pressan
Fyrir 2 dögum

Konan sem rændi Elizabeth Smart aftur handtekin

Konan sem rændi Elizabeth Smart aftur handtekin
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lést þegar sprengja sprakk í höndum hennar

Lést þegar sprengja sprakk í höndum hennar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Segja þessa tillögu Trump þá heimskulegustu til þessa

Segja þessa tillögu Trump þá heimskulegustu til þessa