fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Pressan

Kanadamenn fordæma aftöku fjögurra Kanadamanna í Kína

Pressan
Mánudaginn 24. mars 2025 06:30

Mynd úr safni. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kanadíska ríkisstjórnin segir að fjórir kanadískir ríkisborgarar hafi verið teknir af lífi í Kína vegna brota á fíkniefnalöggjöfinni.

Mélanie Jolly, utanríkisráðherra, skýrði frá þessu á fréttamannafundi að sögn BBC og fordæmdi aftökurnar.

„Það er ekki hægt að afturkalla þær og þetta samræmist ekki grundvallar mannréttindum,“ sagði Jolly.

Hún sagði að Kanadamenn hafi ítrekað hvatt Kínverja til að sýna fjórmenningunum miskunn og hætta aftökum.

Kínverska sendiráðið í Kanada varði aftökurnar á fólkinu, sem var með tvöfalt ríkisfang, og sagði að brot á fíkniefnalöggjöfinni séu alvarleg afbrot og á heimsvísu séu brot á fíkniefnalöggjöfinni talin alvarleg ógn við samfélagið.

Í yfirlýsingu sendiráðsins sagði að Kínverjar hafi alltaf tekið hart á brotum á fíkniefnalöggjöfinni og hafi ekkert umburðarlyndi gagnvart slíkum brotum.

Talsmaður kínverska sendiráðsins hvatti þess utan kanadísk yfirvöld til að virða fullveldi Kína.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Tvöfalt líf lyfjafræðingsins: Afhjúpa manninn á bak við eina alræmdustu vefsíðu heims

Tvöfalt líf lyfjafræðingsins: Afhjúpa manninn á bak við eina alræmdustu vefsíðu heims
Pressan
Í gær

Hann var myrtur árið 2021: Á mánudag ávarpaði hann morðingja sinn

Hann var myrtur árið 2021: Á mánudag ávarpaði hann morðingja sinn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Myndband varpar ljósi á hrikalegt slys áhorfandans

Myndband varpar ljósi á hrikalegt slys áhorfandans
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sala á „gullvegabréfum“ dæmd ólögleg

Sala á „gullvegabréfum“ dæmd ólögleg
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sannleikanum verður hver sárreiðastur – MAGA-liðar fokillir út í gervigreindina sem neitar að taka undir með þeim

Sannleikanum verður hver sárreiðastur – MAGA-liðar fokillir út í gervigreindina sem neitar að taka undir með þeim
Pressan
Fyrir 2 dögum

Konan sem rændi Elizabeth Smart aftur handtekin

Konan sem rændi Elizabeth Smart aftur handtekin
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lést þegar sprengja sprakk í höndum hennar

Lést þegar sprengja sprakk í höndum hennar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Segja þessa tillögu Trump þá heimskulegustu til þessa

Segja þessa tillögu Trump þá heimskulegustu til þessa