fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Pressan

Dularfull heimsókn fransks kjarnorkukafbáts til Kanada

Pressan
Fimmtudaginn 20. mars 2025 08:00

FS Tourville. Mynd:Bruno Heluin/Linkedin

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kjarnorkuknúinn franskur kafbátur, FS Tourville, kom til hafnar í Halifax í Kanada í síðustu viku. Orðrómar fóru strax á kreik um að heimsóknin væri tilkomin vegna hótana Donald Trump um að innlima Kanada í Bandaríkin. Trump hefur ítrekað sagt að hann vilji gera Kanada að 51. ríki Bandaríkjanna og sagði Justin Trudeau, þáverandi forsætisráðherra Kanada, vera „ríkisstjóra“.

En orðrómarnir um tilefni heimsóknar kafbátsins eru ekki á rökum reistir. Kafbáturinn var sendur til Kanada eftir að Konunglegi kanadíski sjóherinn kynnti fyrirætlanir sínar um að endurnýja aldraðan kafbátaflota sinn. Le Parisien skýrir frá þessu.

Frakkland og Kanada skrifuðu undir yfirlýsingu í september varðandi styrkingu hernaðarsamstarfs ríkjanna.

CTV News segir að reiknað sé með að kafbáturinn verði í höfn í Halifax þar til um næstu helgi.  Hann er 99 metrar á lengd, vegur 5.200 tonn og getur kafað niður á 350 metra dýpi. Hann er kjarnorkuknúinn og getur náð allt að 25 hnúta hraða. Hann er meðal annars búinn flugskeytum og tundurskeytum.

Kanadamenn stefna á að kaupa sex til tólf kafbáta og á að afhenda þann fyrsta í síðasta lagi 2035. Miðað er við að gengið verði til samninga um smíði kafbátanna 2028.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Tvöfalt líf lyfjafræðingsins: Afhjúpa manninn á bak við eina alræmdustu vefsíðu heims

Tvöfalt líf lyfjafræðingsins: Afhjúpa manninn á bak við eina alræmdustu vefsíðu heims
Pressan
Í gær

Hann var myrtur árið 2021: Á mánudag ávarpaði hann morðingja sinn

Hann var myrtur árið 2021: Á mánudag ávarpaði hann morðingja sinn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Myndband varpar ljósi á hrikalegt slys áhorfandans

Myndband varpar ljósi á hrikalegt slys áhorfandans
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sala á „gullvegabréfum“ dæmd ólögleg

Sala á „gullvegabréfum“ dæmd ólögleg
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sannleikanum verður hver sárreiðastur – MAGA-liðar fokillir út í gervigreindina sem neitar að taka undir með þeim

Sannleikanum verður hver sárreiðastur – MAGA-liðar fokillir út í gervigreindina sem neitar að taka undir með þeim
Pressan
Fyrir 2 dögum

Konan sem rændi Elizabeth Smart aftur handtekin

Konan sem rændi Elizabeth Smart aftur handtekin
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lést þegar sprengja sprakk í höndum hennar

Lést þegar sprengja sprakk í höndum hennar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Segja þessa tillögu Trump þá heimskulegustu til þessa

Segja þessa tillögu Trump þá heimskulegustu til þessa