fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Pressan

„Ég set kartöflur í skál og helli Coca-Cola yfir. Þetta á heimsmeistaratitil skilinn“

Pressan
Laugardaginn 15. mars 2025 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það eru líklega flestir sammála um að stökkar franskar kartöflur eru hið mesta lostæti. Bæði stórir og smáir elska þær og því eru þær nauðsynlegar með mat á borð við hamborgara og djúpsteiktum fiski.

En það misheppnast oft að búa til hinar fullkomnu frönsku kartöflur heima, þær verða oft mjúkar og hálf leiðinlegar eða þá detta þær í sundur og líkjast alls ekki því sem maður stefndi að.

En þarna kemur Coca-Cola til sögunnar eftir því sem miðillinn gurmeteka.cz segir en hann birti uppskrift að hinum fullkomnu frönsku kartöflum undir fyrirsögninni „Ég set kartöflur í skál og helli Coca-Cola yfir. Þetta á heimsmeistaratitil skilinn“.

Ef kartöflurnar eru látnar liggja í Coca-Cola áður en þær eru djúpsteiktar, þá nást einhverskonar karamellunaráhrif sem tryggja ómótstæðilega stökka húð utan á kartöflunum en um leið eru þær mjúkar að innan.

Það þarf að nota réttu tegundina af kartöflum í þetta. Best er að nota mjölmiklar kartöflur því þær innihald mikið af sterkju en hún skiptir miklu fyrir áferðina.

Hráefni:

700 grömm kartöflur

1,5 lítrar af Coca-Cola

50 grömm af sterkju

500 ml af olíu

Aðferðin:

Skrælið kartöflurnar og skolið þær vel og skerið í jafnstórar lengjur.

Setjið kartöflulengjurnar í skál og fyllið hana með Coca-Cola. Látið kartöflurnar liggja í þessu í 10 mínútur.

Hellið Coca-Colanu af og þurrkið kartöflurnar með eldhúspappír.

Hitið olíuna og steikið kartöflurnar þar til þær verða gylltar og stökkar.

Látið leka af kartöflunum á eldhúspappír og berið síðan fram með uppáhaldssósunni ykkar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Tvöfalt líf lyfjafræðingsins: Afhjúpa manninn á bak við eina alræmdustu vefsíðu heims

Tvöfalt líf lyfjafræðingsins: Afhjúpa manninn á bak við eina alræmdustu vefsíðu heims
Pressan
Í gær

Hann var myrtur árið 2021: Á mánudag ávarpaði hann morðingja sinn

Hann var myrtur árið 2021: Á mánudag ávarpaði hann morðingja sinn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Myndband varpar ljósi á hrikalegt slys áhorfandans

Myndband varpar ljósi á hrikalegt slys áhorfandans
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sala á „gullvegabréfum“ dæmd ólögleg

Sala á „gullvegabréfum“ dæmd ólögleg
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sannleikanum verður hver sárreiðastur – MAGA-liðar fokillir út í gervigreindina sem neitar að taka undir með þeim

Sannleikanum verður hver sárreiðastur – MAGA-liðar fokillir út í gervigreindina sem neitar að taka undir með þeim
Pressan
Fyrir 2 dögum

Konan sem rændi Elizabeth Smart aftur handtekin

Konan sem rændi Elizabeth Smart aftur handtekin
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lést þegar sprengja sprakk í höndum hennar

Lést þegar sprengja sprakk í höndum hennar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Segja þessa tillögu Trump þá heimskulegustu til þessa

Segja þessa tillögu Trump þá heimskulegustu til þessa