fbpx
Laugardagur 17.maí 2025
Pressan

Nýstárlegt peningaþvætti mafíunnar – Pokémon

Pressan
Sunnudaginn 12. janúar 2025 10:00

Pokémonspil eru notuð við peningaþvætti mafíunnar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Harðsoðnir glæpamenn og Pokémonspil! Maður skildi ætla að þarna væri engin tenging á milli en í Japan þá eru svo sannarlega tengsl á milli mafíunnar og Pokémonspila.

Japanska mafían, einnig kölluð Yakuza, notar þessi vinsælu spil til að hvítþvætta peninga og eru háar fjárhæðir sem koma við sögu.

Spilin eru svo verðmæt, að minnsta kosti sum hver, að mafíósar hafa séð sér leik á borði að sögn japanska dagblaðsins Gendai sem hefur eftir fyrrum liðsmanni Yakuza að mafíósar kaupi söfnunarpakka af Pokémonspilum, sem þeir vita að innihalda sjaldgæf spil, og selji þau síðan á alþjóðavettvangi fyrir himinhátt verð.

Þau seljast ekki fyrir neina smáaura og má í því sambandi nefna að bandaríska YouTube-stjarnan Logan Paul greiddi sem svarar til um 800 milljóna íslenskra króna fyrir eitt spil.

Spilin eru seld í pökkum með fimm spilum. Mafíósarnir nota málmleitartæki og aðrar aðferðir til að komast að hvort sjaldgæf spil eru í þeim, ef svo er, þá kaupa þeir pakkana. Þannig eru þeir öruggir um að hagnast á sérhverjum pakka sem þeir kaupa.

Spilin, sem eru vinsæla meðal skólabarna, henta vel til peningaþvættis því þau eru lítil og auðvelt að flytja þau á milli staða. Það er einmitt það sem mafíósarnir gera, þeir fara til útlanda með spilin og selja þau þar og fá greitt fyrir án þess að viðskiptin komi nokkurs staðar fram í opinberum skrám.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Lét ChatGPT lesa í kaffibolla og skildi í kjölfarið við eiginmann sinn

Lét ChatGPT lesa í kaffibolla og skildi í kjölfarið við eiginmann sinn
Pressan
Í gær

Dapurleg sjón í yfirgefnum sædýragarði

Dapurleg sjón í yfirgefnum sædýragarði
Pressan
Fyrir 4 dögum

Segja jólin í hættu vegna Trump

Segja jólin í hættu vegna Trump
Pressan
Fyrir 4 dögum

Einstæður faðir fór á stefnumót – Það endaði skelfilega

Einstæður faðir fór á stefnumót – Það endaði skelfilega