fbpx
Þriðjudagur 18.nóvember 2025
Pressan

Réttarhöld hafin í skelfilegu sakamáli í Frakklandi

Pressan
Mánudaginn 2. september 2024 12:19

Dominique Pelicot

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Réttarhöld í einu viðurstyggilegasta sakamáli sem skekið hefur Frakkland hófust í morgun en málið varðar mann sem sakaður er um að hafa byrlað eiginkonu sinni ólyfjan ítrekað. Á meðan konan lá rænulaus í rúmi sínu bauð hann illa þenkjandi mönnum að nauðga henni.

Maðurinn sem er ákærður í málinu heitir Dominique P. og er hann á eftirlaunaaldri eins og eiginkona hans, fórnarlambið í málinu.

Samkvæmt ákæru var konunni nauðgað 92 sinnum af 72 karlmönnum á árunum 2011 til 2020, en lögreglu hefur aðeins tekist að bera kennsl á 51 þeirra. Allir eru þeir ákærðir í málinu ásamt Dominique.

Lögmaður konunnar, Antoine Camus, segir að réttarhöldin muni taka verulega á tilfinningalíf hennar, ekki síst í ljósi þess að hún mun sjálf bera vitni.

Tekið er fram í fréttum breskra fjölmiðla að konan hefði getað farið fram á það að réttarhöldin færu fram á bak við luktar dyr. Hún hafi hins vegar ekki gert það því þá væri hún að gera gerendunum greiða. Réttarhöldin fara fram í borginni Avignon í suðausturhluta Frakklands.

Dominique er sagður hafa komist í kynni við mennina í spjallhópi á netinu. Var hann sagður hafa boðið mönnunum heim til sín í Mazan, skammt frá Avignon, þar sem þeir nauðguðu konunni hans og tóku það upp á myndband. Mennirnir sem tóku þátt í ódæðunum voru á aldrinum 25 til 72 ára þegar brotin voru framin.

Dominque er sagður hafa laumað lyfi sem innihélt virka efnið Lórazepam í kvöldmatinn hennar með þeim afleiðingum að hún sofnaði djúpum svefni. Um er að ræða efni sem hefur róandi og svæfandi áhrif sé það tekið í miklu magni.

Lögregla komst á snoðir um málið árið 2020 þegar Dominique var gómaður af öryggisverði þar sem hann virtist vera að taka myndir undir pils kvenna í verslunarmiðstöð. Lögregla var kölluð til og fundust í fórum hans myndir og myndbönd af hinum svívirðilegu brotum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Ástarsagan sem skolaði á land handan Atlantshafsins 13 árum síðar

Ástarsagan sem skolaði á land handan Atlantshafsins 13 árum síðar
Pressan
Fyrir 4 dögum

Rekin úr vinstri flokki – Er í sambandi með hægri öfgamanni sem skipulagði hryðjuverk

Rekin úr vinstri flokki – Er í sambandi með hægri öfgamanni sem skipulagði hryðjuverk
Pressan
Fyrir 5 dögum

Unglingsstúlka sagðist ofsótt af konudraugi — Síðan fannst hauskúpa konu í Hello Kitty dúkku

Unglingsstúlka sagðist ofsótt af konudraugi — Síðan fannst hauskúpa konu í Hello Kitty dúkku
Pressan
Fyrir 5 dögum

Verður leiddur fyrir aftökusveit á föstudag: Sagður vera stórskemmdur eftir áfengis- og eiturlyfjanotkun móður hans

Verður leiddur fyrir aftökusveit á föstudag: Sagður vera stórskemmdur eftir áfengis- og eiturlyfjanotkun móður hans
Pressan
Fyrir 6 dögum

Segja græðgi eigenda hafa valdið því að 25 ungar stúlkur létu lífið í sumarbúðum

Segja græðgi eigenda hafa valdið því að 25 ungar stúlkur létu lífið í sumarbúðum
Pressan
Fyrir 6 dögum

Telja að ríkir Vesturlandabúar hafi tekið þátt í hrottalegum morðtúrisma sér til skemmtunar

Telja að ríkir Vesturlandabúar hafi tekið þátt í hrottalegum morðtúrisma sér til skemmtunar
Pressan
Fyrir 1 viku

„Svörtu ekkjurnar“ í Rússlandi

„Svörtu ekkjurnar“ í Rússlandi
Pressan
Fyrir 1 viku

Hrottaleg saga ungs pars skekur Texas- „Við leggjum af stað í dögun“

Hrottaleg saga ungs pars skekur Texas- „Við leggjum af stað í dögun“