fbpx
Mánudagur 17.nóvember 2025
Pressan

Hótar að „sökkva“ Bretlandi með ofurhljóðfráum eldflaugum     

Pressan
Föstudaginn 13. september 2024 16:30

Dmitry Medvedev. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dmitry Medvedev, fyrrverandi forseti Rússlands og náinn bandamaður núverandi forseta, hefur hótað því að „sökkva“ Bretlandi með aðstoð ofurhljóðfrárra eldflauga.

Medvedev er í dag næstráðandi í þjóðaröryggisráði Rússlands en hann er óhress með yfirlýsingar David Lammy, utanríkisráðherra Bretlands, um stuðning Breta við Úkraínu.

Medvedev birti færslu á samfélagsmiðlum þar sem hann vísaði í orð Lammy um langtímastuðning Bretlands við Úkraínu.

Í færslunni sagði Medvedev:

„Utanríkisráðherra Bretlands David Lammy hefur heitið Úkraínu stuðningi næstu hundrað árin. 1) Hann er að ljúga. 2) Hin svokallaða Úkraína mun ekki endast í fjórðung þessa tíma. 3) Eyjan sem kallast Bretland mun sökkva á næstu árum. Okkar ofurljóðfráu eldflaugar munu hjálpa ef þess gerist nauðsyn.“

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem áróður af þessu tagi frá Rússum beinist að Bretlandi. Árið 2022, nokkrum mánuðum eftir innrásina í Úkraínu, hótaði Dmitry Kiselyov, bandamaður Pútíns, því að Rússar myndu senda kjarnorkusprengju á Bretland. Henni yrði skotið neðansjávar með þeim afleiðingum að geislavirk flóðbylgja myndi flæða yfir landið.

Vladimír Pútín Rússlandsforseti hefur hótað því að þriðja heimsstyrjöldin muni brjótast út ef Bretland eða aðrar bandaþjóðir Úkraínu heimila notkun þeirra á langdraugum eldflaugum frá aðildarríkjum NATO á rússneskri grund.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Unglingsstúlka sagðist ofsótt af konudraugi — Síðan fannst hauskúpa konu í Hello Kitty dúkku

Unglingsstúlka sagðist ofsótt af konudraugi — Síðan fannst hauskúpa konu í Hello Kitty dúkku
Pressan
Fyrir 4 dögum

Verður leiddur fyrir aftökusveit á föstudag: Sagður vera stórskemmdur eftir áfengis- og eiturlyfjanotkun móður hans

Verður leiddur fyrir aftökusveit á föstudag: Sagður vera stórskemmdur eftir áfengis- og eiturlyfjanotkun móður hans
Pressan
Fyrir 5 dögum

Varar við ferðalögum til vinsæls áfangastaðar eftir óhugnanleg dauðsföll

Varar við ferðalögum til vinsæls áfangastaðar eftir óhugnanleg dauðsföll
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ákærður fyrir tvö morð – Segir dulkóðuð skilaboð kakkalakka hafa sagt sér að drepa

Ákærður fyrir tvö morð – Segir dulkóðuð skilaboð kakkalakka hafa sagt sér að drepa
Pressan
Fyrir 6 dögum

„Svörtu ekkjurnar“ í Rússlandi

„Svörtu ekkjurnar“ í Rússlandi
Pressan
Fyrir 6 dögum

Hrottaleg saga ungs pars skekur Texas- „Við leggjum af stað í dögun“

Hrottaleg saga ungs pars skekur Texas- „Við leggjum af stað í dögun“