fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Pressan

Bræðurnir dóu í bílslysi 2012 og á föstudag dó systir þeirra í heitum bíl

Pressan
Miðvikudaginn 11. september 2024 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sandra HernandezCazares, móðir þriggja ára stúlku í Kaliforníu, hefur verið ákærð eftir að dóttir hennar fannst látin í bíl fjölskyldunnar í steikjandi hita síðastliðinn föstudag.

Árið 2012 létust tveir synir konunnar og bræður litlu stúlkunnar, 5 og 9 ára, þegar drukkinn ökumaður ók yfir tjald þeirra á tjaldsvæði í Norður-Dakóta.

CBS News greinir frá þessu.

Í slysinu 2012 slasaðist faðir barnanna, Juan Ruiz, einnig og í kjölfarið urðu þau hjónin ötulir talsmenn harðari refsinga vegna ölvunaraksturs.

Í frétt NBC kemur fram að skólayfirvöld hafi látið vita síðastliðinn föstudag þegar enginn kom og sótti fimm ára gamlan bróður litlu stúlkunnar í skólann. Aðstandendur fjölskyldunnar fóru heim til Söndru og komu þá að þeim mæðgum meðvitundarlausum úti í bíl. Stúlkan, Ily Ruiz, var látin en Sandra var flutt á sjúkrahús. Þar kom í ljós að hún var undir miklum áhrifum áfengis og fundust tómar áfengisflöskur í bílnum.

Sandra hefur nú verið ákærð fyrir manndráp af gáleysi og gæti hún átt þungan dóm yfir höfði sér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 5 dögum

Beit tunguna af geranda sínum og sögð glæpamaðurinn – 41 ári seinna sigraði réttlætið

Beit tunguna af geranda sínum og sögð glæpamaðurinn – 41 ári seinna sigraði réttlætið
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Facebook-nauðgarinn“ laut í lægra haldi fyrir Netflix

„Facebook-nauðgarinn“ laut í lægra haldi fyrir Netflix
Pressan
Fyrir 6 dögum

Kennari fór í veikindaleyfi árið 2009 – Mörgum árum síðar komu ótrúleg mistök í ljós

Kennari fór í veikindaleyfi árið 2009 – Mörgum árum síðar komu ótrúleg mistök í ljós
Pressan
Fyrir 6 dögum

Skelfilegri Facebook-síðu loksins lokað

Skelfilegri Facebook-síðu loksins lokað