fbpx
Þriðjudagur 02.desember 2025
Pressan

Skemmdarverkin í Frakklandi: Spjótin farin að beinast að umhverfisverndarsinnum

Pressan
Föstudaginn 26. júlí 2024 13:30

Skemmdarverkin hafa haft áhrif á ferðir mörg þúsund farþega. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rannsókn franskra yfirvalda á skemmdarverkunum í Frakklandi í nótt er í fullum gangi, en eins og greint var frá í morgun var eldur borinn að þremur stjórnstöðvum lestarkerfisins sem tengir saman París og aðrar borgir Frakklands.

Opnunarhátíð Ólympíuleikanna fer fram í borginni í dag og telur franska lögreglan að ekki sé um neina tilviljun að ræða að þessi ákveðna tímasetning hafi verið valin.

Skemmdarverkin hafa haft áhrif á ferðir mörg hundruð þúsund farþega, þar á meðal þeirra sem eru á leið á opnunarhátíðina og ekki síður þeirra íbúa Parísar sem eru á leið í langþráð sumarleyfi meðan á leikunum stendur.

Skemmdarverkin í Frakklandi: Fertugur rússneskur kokkur grunaður um græsku

Í morgun var greint frá því að grunsemdir væru uppi um að Rússar hefðu skipulagt skemmdarverkin. Nú eru spjótin hins vegar farin að beinast að öfgavinstrimönnum eða róttækum umhverfisverndarsinnum, samkvæmt heimildarmanni Daily Mail innan frönsku leyniþjónustunnar.

Enn sem komið er hefur enginn lýst yfir ábyrgð á skemmdarverkunum og frönsk stjórnvöld hafa ekki tjáð sig um hugsanlegan sökudólg.

Heimildarmaðurinn segir að skemmdarverkin minni á aðferðir sem umhverfisverndarsinnar hafa áður notað. Þarna hafi augljóslega verið að verki einstaklingar sem þekktu veikleika lestarkerfisins og á hvaða staði væri best að ráðast á til að valda sem mestum glundroða.

Ýmsir eru þó enn þeirrar skoðunar að Rússar hafi verið þarna að verki enda grunnt verið á því góða á milli Rússlands og Frakklands að undanförnu. Alex Kokcharov, sérfræðingur í þjóðaröryggi, segir við Daily Mail að Rússar hafi svo sannarlega getuna til að fremja skemmdarverk á borð við þessi í morgun í Evrópu og þá sérstaklega í Frakklandi.

Jean de Gliniasty, fyrrverandi sendiherra Frakklands í Moskvu, sagði við franska fjölmiðla í morgun að vel gæti verið að Rússar hafi verið á bak við skemmdarverkin. Ekki mætti þó útiloka möguleikann á því að öfgasinnaðir vinstrimenn eða róttækir umhverfisverndarsinnar hefðu verið að verki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Magnað góðverk mannsins sem vann einn stærsta lottóvinning í sögu Bretlands

Magnað góðverk mannsins sem vann einn stærsta lottóvinning í sögu Bretlands
Pressan
Fyrir 3 dögum

Bróðurdóttir Trumps segir tvennt útskýra framkomu frænda hennar í garð fjölmiðlakvenna

Bróðurdóttir Trumps segir tvennt útskýra framkomu frænda hennar í garð fjölmiðlakvenna
Pressan
Fyrir 4 dögum

Stórfurðulegt mál vekur reiði í Frakklandi – Mannauðsstjóri ráðuneytis laumaði þvagræsandi lyfjum í kaffi kvenna sem komu í atvinnuviðtal

Stórfurðulegt mál vekur reiði í Frakklandi – Mannauðsstjóri ráðuneytis laumaði þvagræsandi lyfjum í kaffi kvenna sem komu í atvinnuviðtal
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hann hélt áfram að brjóta á stelpum eftir að mál hennar var fellt niður

Hann hélt áfram að brjóta á stelpum eftir að mál hennar var fellt niður
Pressan
Fyrir 5 dögum

Þrír bræður fóru í veiðiferð en aðeins einn kom heim – Skelfileg sjón blasti við lögreglu

Þrír bræður fóru í veiðiferð en aðeins einn kom heim – Skelfileg sjón blasti við lögreglu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Reiði á Ítalíu eftir óhugnanlegt nauðgunarmál – Ráðherra vill láta gelda mennina

Reiði á Ítalíu eftir óhugnanlegt nauðgunarmál – Ráðherra vill láta gelda mennina
Pressan
Fyrir 6 dögum

Vara eindregið við fjölkærum samböndum

Vara eindregið við fjölkærum samböndum
Pressan
Fyrir 6 dögum

Gift kona sökuð um kynferðislega áreitni í gufubaði á Mallorca

Gift kona sökuð um kynferðislega áreitni í gufubaði á Mallorca