fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Pressan

Skemmdarverkin í Frakklandi: Spjótin farin að beinast að umhverfisverndarsinnum

Pressan
Föstudaginn 26. júlí 2024 13:30

Skemmdarverkin hafa haft áhrif á ferðir mörg þúsund farþega. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rannsókn franskra yfirvalda á skemmdarverkunum í Frakklandi í nótt er í fullum gangi, en eins og greint var frá í morgun var eldur borinn að þremur stjórnstöðvum lestarkerfisins sem tengir saman París og aðrar borgir Frakklands.

Opnunarhátíð Ólympíuleikanna fer fram í borginni í dag og telur franska lögreglan að ekki sé um neina tilviljun að ræða að þessi ákveðna tímasetning hafi verið valin.

Skemmdarverkin hafa haft áhrif á ferðir mörg hundruð þúsund farþega, þar á meðal þeirra sem eru á leið á opnunarhátíðina og ekki síður þeirra íbúa Parísar sem eru á leið í langþráð sumarleyfi meðan á leikunum stendur.

Skemmdarverkin í Frakklandi: Fertugur rússneskur kokkur grunaður um græsku

Í morgun var greint frá því að grunsemdir væru uppi um að Rússar hefðu skipulagt skemmdarverkin. Nú eru spjótin hins vegar farin að beinast að öfgavinstrimönnum eða róttækum umhverfisverndarsinnum, samkvæmt heimildarmanni Daily Mail innan frönsku leyniþjónustunnar.

Enn sem komið er hefur enginn lýst yfir ábyrgð á skemmdarverkunum og frönsk stjórnvöld hafa ekki tjáð sig um hugsanlegan sökudólg.

Heimildarmaðurinn segir að skemmdarverkin minni á aðferðir sem umhverfisverndarsinnar hafa áður notað. Þarna hafi augljóslega verið að verki einstaklingar sem þekktu veikleika lestarkerfisins og á hvaða staði væri best að ráðast á til að valda sem mestum glundroða.

Ýmsir eru þó enn þeirrar skoðunar að Rússar hafi verið þarna að verki enda grunnt verið á því góða á milli Rússlands og Frakklands að undanförnu. Alex Kokcharov, sérfræðingur í þjóðaröryggi, segir við Daily Mail að Rússar hafi svo sannarlega getuna til að fremja skemmdarverk á borð við þessi í morgun í Evrópu og þá sérstaklega í Frakklandi.

Jean de Gliniasty, fyrrverandi sendiherra Frakklands í Moskvu, sagði við franska fjölmiðla í morgun að vel gæti verið að Rússar hafi verið á bak við skemmdarverkin. Ekki mætti þó útiloka möguleikann á því að öfgasinnaðir vinstrimenn eða róttækir umhverfisverndarsinnar hefðu verið að verki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Þessi óleyfilega athöfn barna getur kostað fjölskyldur háar fjárhæðir

Þessi óleyfilega athöfn barna getur kostað fjölskyldur háar fjárhæðir
Pressan
Fyrir 2 dögum

Rannsóknarlögreglukona dæmd fyrir að eltihrella og ofsækja – Laug barnaníði upp á fyrrverandi

Rannsóknarlögreglukona dæmd fyrir að eltihrella og ofsækja – Laug barnaníði upp á fyrrverandi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sláandi ummæli Fox-fréttamanns um heimilislaust fólk – „Drepum þau bara“

Sláandi ummæli Fox-fréttamanns um heimilislaust fólk – „Drepum þau bara“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ríkisstjóri Kaliforníu lætur Trump bragða á eigin meðali og gerist nettröll – Hástafir, ýkjur, uppnefni og sjálfshól

Ríkisstjóri Kaliforníu lætur Trump bragða á eigin meðali og gerist nettröll – Hástafir, ýkjur, uppnefni og sjálfshól