fbpx
Fimmtudagur 13.nóvember 2025
Pressan

Ökumaður Teslubifreiðar lenti í árekstri og missti stjórn á bílnum í kjölfarið – Sjáðu magnað myndband

Pressan
Þriðjudaginn 16. júlí 2024 07:42

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hjónin Radu og Angela Stefan, sem búsett eru í Las Vegas í Bandaríkjunum, voru að keyra Teslubifreið sinni eftir Deer Creek veginum á Charlestonfjalli þann 7. júlí þegar þau lentu í árekstri. Jeppi sem kemur keyrandi niður fjallið skellur framan á bifreið þeirra.

„Þetta var eins og hryllingsmynd,“ sagði Radu í samtali við KSNV. „Við vorum bara skelfingu lostin. Bara í áfalli.“

Í kjölfarið missti Radu algjörlega stjórn á bílnum og í myndbandinu má sjá bifreiðina keyra áfram, snúast í hringi og vera nálægt því að keyra fram af fjallsbrúninni. „Við misstum stjórn á bílnum,“ sagði Radu. „Bíllinn fór í átt að fjallinu og ég gat varla stöðvað hann á tímapunkti.“

Ekki bætti úr skák þegar hjónin sáu að ökumaðurinn sem keyrt hafði á þau stakk af frá vettvangi og skildi þau eftir, en þau náðu ekki símasambandi. „Við sáum í baksýnisspeglinum fólkið sem keyrði á okkur, það bara keyrði í burtu.“

Aðrir ökumenn stöðvuðu þó til að aðstoða hjónin og hringja á landverði til aðstoðar.

Hjónin standa nú frammi fyrir gríðarlegum viðgerðarkostnaði upp á 20 þúsund dali og tryggingafélagið neitar að borga þeim krónu. Þau leita því að ökumanninum sem keyrði á þau til að borga brúsann. Fylkislögreglan í Nevada rannsakar málið en hefur enn ekki borið kennsl á ökumanninn sem ók af vettvangi. Þangað til stendur Teslabifreiðin skemmd í innkeyrslunni hjá hjónunum.

Í frétt DailyMail um málið segir að rannsókn bandarískra eftirlitsaðila sem hófst í ágúst árið 2021 hafi leitt í ljós að sjálfsstýring Teslubifreiða hafi verið orsök í að minnsta kosti 13 banaslysum. Óljóst er hvort Radu hafi notað sjálfstýringuna þegar áreksturinn varð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Hjónin sögð taktlaust tvíeyki – „Þetta er svo klisjukennt“

Hjónin sögð taktlaust tvíeyki – „Þetta er svo klisjukennt“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Endalaus hneykslismál liðsmanns Svíþjóðardemókrata – Gat ekki hætt að taka myndbönd af sjálfum sér undir áhrifum

Endalaus hneykslismál liðsmanns Svíþjóðardemókrata – Gat ekki hætt að taka myndbönd af sjálfum sér undir áhrifum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ráðgáta í Frakklandi: Var að grafa fyrir sundlaug við heimili sitt þegar hann datt í lukkupottinn

Ráðgáta í Frakklandi: Var að grafa fyrir sundlaug við heimili sitt þegar hann datt í lukkupottinn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Spurningar vakna um heilsu Pútíns eftir handaband hans og ungrar konu á dögunum

Spurningar vakna um heilsu Pútíns eftir handaband hans og ungrar konu á dögunum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Andrew fyrrum Bretaprins fékk vændiskonur í Buckinghamhöll – Og mamma hans hylmdi yfir það

Andrew fyrrum Bretaprins fékk vændiskonur í Buckinghamhöll – Og mamma hans hylmdi yfir það
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Systir mín er ómerkileg og gefur börnunum mínum hræðilegar gjafir“

„Systir mín er ómerkileg og gefur börnunum mínum hræðilegar gjafir“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sagðist alls ekki vilja hitta Chris Hansen – Gettu hver kom til dyra

Sagðist alls ekki vilja hitta Chris Hansen – Gettu hver kom til dyra
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sinnti gæslu á skólaballi dóttur sinnar – hefur nú verið handtekin og á yfir höfði sér 60 ára fangelsi

Sinnti gæslu á skólaballi dóttur sinnar – hefur nú verið handtekin og á yfir höfði sér 60 ára fangelsi