fbpx
Fimmtudagur 20.nóvember 2025
Pressan

Vinsæl bókunarsíða varar fólk við – Svona kemstu hjá því að láta svindla á þér

Pressan
Miðvikudaginn 10. júlí 2024 04:11

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrir nokkrum vikum síðan sögðu talsmenn bókunarsíðunnar Booking.com að fyrirtækið hafi séð mikla aukningu í svikum hvað varðar ferðalög. Sögðu þeir að aukningin sé á bilinu 500 til 900 prósent miðað við síðustu ár.

Fyrirtækið segir að svikahrappar noti gervigreind til að búa til mjög raunverulegar bókunarsíður sem eru þó ekkert annað en svikasíður. Þær líta margar hverjar svo raunverulega út að erfitt getur reynst að greina á milli þeirra og raunverulegra síðna.

„Það eru ekki bara þeir sem ætla í frí, sem vita af bókunarsíðum. Það vita netglæpamenn einnig og þeir streyma að þessu eins og hungraðir hundar að kjötbeini,“ segir Leif Jensen, tölvuöryggissérfræðingur hjá ESET Nordics, í fréttatilkynningu. Hann segir að bókunarsíður á borð við Booking.com séu orðnar ábatasamar veiðilendur fyrir svikahrappa þegar þeir leita nýrra fórnarlamba.

Hann segir einnig að með aðstoð gervigreindar búi netglæpamenn til „bókunarsíður“ og láta þær líta mjög sannfærandi út því þá sé fólk líklegra til að ýta á tengla sem innihalda hugsanlega spilliforrit sem stela persónulegum upplýsingum notenda.

Þess utan er fólk ginnt til að panta ferðir, gistingu og þess háttar og þannig komast svikahrapparnir yfir peninga. Þeir haldi síðan jafnvel áfram og reyni að ná meiri peningum út úr fórnarlömbunum með því að senda þeim margvísleg skilaboð.

Hvað varðar Booking.com sagði hann að þar sjáist aðallega fjórar tegundir svika, það eru: Vefveiðar, spjallrásir eru teknar yfir, húsnæði sem er ekki til er boðið til leigu og falskar atvinnuauglýsingar.

Fólk er hvatt til að sýna varkárni og staldra við ef það telur minnsta grun um að eitthvað sé bogið við síðurnar sem er verið að nota eða ef tilboðin virðast of góð til að geta verið sönn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Sérfræðingar segja foreldra eiga að biðja börn um „samþykki“ fyrir bleyjuskiptum

Sérfræðingar segja foreldra eiga að biðja börn um „samþykki“ fyrir bleyjuskiptum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Finnur fyrir „ógleði“ vegna aldursmunarins í Litla húsinu á sléttunni

Finnur fyrir „ógleði“ vegna aldursmunarins í Litla húsinu á sléttunni
Pressan
Fyrir 6 dögum

Rekin úr vinstri flokki – Er í sambandi með hægri öfgamanni sem skipulagði hryðjuverk

Rekin úr vinstri flokki – Er í sambandi með hægri öfgamanni sem skipulagði hryðjuverk
Pressan
Fyrir 1 viku

Sögðu áhrifavaldinn hafa látist í hræðilegu slysi – Nú er sannleikurinn kominn í ljós

Sögðu áhrifavaldinn hafa látist í hræðilegu slysi – Nú er sannleikurinn kominn í ljós