fbpx
Miðvikudagur 26.nóvember 2025
Pressan

Blaðamaðurinn Terry Anderson látinn – Gekk í gegnum margra ára martröð

Pressan
Mánudaginn 22. apríl 2024 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríski blaðamaðurinn Terry Anderson er látinn, 76 ára að aldri, en honum var haldið föngnum af vígamönnum í Líbanon í tæp sjö ár á níunda og tíunda áratug síðustu aldar.

Anderson starfaði fyrir Associated Press og var hann staddur í Líbanon árið 1985 til að fjalla um borgarastyrjöldina þar í landi. Þar var honum rænt af íslömskum vígamönnum og haldið föngnum allt til loka árs 1991 að honum var sleppt. Er hann sá Bandaríkjamaður sem einna lengst hefur verið haldið föngnum utan landsteinanna án dóms og laga.

Hann gaf út ævisögu sína árið 1993, metsölubókina Den of Lions, þar sem hann fór ofan í það sem dreif á daga hans meðan á prísundinni stóð.

Anderson gekkst nýlega undir hjartaaðgerð og segir dóttir hans, Sulome Anderson, að hann hafi dáið í gær eftir að vandamál komu upp í kjölfar aðgerðarinnar.

Sulome segist hafa hitt föður sinn síðast fyrir viku síðan og þá hafi eiginmaður hennar spurt hann hvort það væri eitthvað sérstakt sem hann langaði að gera áður en hann yfirgæfi þennan heim.

„Hann svaraði því þannig að hann hefði upplifað svo mikið og gengið í gegnum svo margt að hann fyndi enga þörf á því,“ sagði Sulome.

Sulome fæddist einmitt þremur mánuðum eftir að Terry var rænt og sá hann hana í fyrsta skipti þegar hún var sex ára gömul.

Anderson var í hlekkjum mest allan tímann sem hann var í haldi. Aðspurður hvað það hefði verið sem hefði haldið honum gangandi öll þessi ár í haldi sagði hann:  „Félagar mínir, þrjóskan, geri ég ráð fyrir. Maður gerir bara það sem maður þarf að gera.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Uppþot á þingi í Ástralíu eftir að þingkona mætti í búrku – „Ef þið viljið ekki sjá mig í þessu – bannið búrkuna“

Uppþot á þingi í Ástralíu eftir að þingkona mætti í búrku – „Ef þið viljið ekki sjá mig í þessu – bannið búrkuna“
Pressan
Í gær

Gerandi í Slender Man-árásinni hrottalegu strauk af áfangaheimili

Gerandi í Slender Man-árásinni hrottalegu strauk af áfangaheimili
Pressan
Fyrir 2 dögum

Skilnaður tók á sig ótrúlega mynd – Ásakanir um glæp í himingeimnum

Skilnaður tók á sig ótrúlega mynd – Ásakanir um glæp í himingeimnum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Táningsstúlka fór fram á þunga refsingu fyrir móður sína

Táningsstúlka fór fram á þunga refsingu fyrir móður sína
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sagðist hafa orðið fyrir hrottalegri árás vegna stjórnmálaskoðana en ekki var allt sem sýndist – „Trump hóra“ 

Sagðist hafa orðið fyrir hrottalegri árás vegna stjórnmálaskoðana en ekki var allt sem sýndist – „Trump hóra“ 
Pressan
Fyrir 4 dögum

Tekinn af lífi 37 árum eftir hrottalegt morð á yfirmanni sínum

Tekinn af lífi 37 árum eftir hrottalegt morð á yfirmanni sínum