fbpx
Þriðjudagur 02.desember 2025
Pressan

Tannlæknir deilir ofureinföldu „tannbjörgunarráði“ fyrir kaffidrykkjufólk

Pressan
Föstudaginn 19. apríl 2024 07:00

Margir elska kaffi.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kaffi- og tedrykkjufólk veit vel hvernig þessir uppáhaldsdrykkir þeirra geta leikið tennurnar, litað þær, með tímanum. En tannlæknir deildi nýlega ofureinföldu ráði til að komast hjá þessum „aukaverkunum“ þessara vinsælu drykkja.

Kaffi, svart te og rauðvín eiga það sameiginlegt að vera ljúffengir drykkir. En þeir eiga það líka sameiginlegt að aflita glerunginn á tönnunum.  Þessir drykkir innihalda mikið magn af tanníni sem getur eytt glerungnum með tímanum sem aftur leiðir til fleiri bletta á tönnunum.

Þú hefur kannski heyrt að ef þú drekkur kaffið í gegnum sogrör þá dragi það úr líkunum á að fá bletti á tennurnar. En það er ekki svo þægilegt að drekka heitan drykk með sogröri.

Mirror segir að breski tannlæknirinn Shaadi Manouchehri hafi nýlega deilt „tannbjörgunarráði“ á TikTok. Er því beint að fólki sem drekkur kaffi daglega og segir hún að það sé mjög einfalt að tileinka sér þetta ráð.

„Eitt það versta sem þú getur gert tönnunum er að dreypa á kaffi allan daginn og það er eitthvað sem ég vil ekki gera. Það skiptir engu hvort þú bætir mjólk eða sykri út í kaffið, það mun skemma tennurnar þínar á einn eða annan hátt,“ sagði hún.

Ef þú vilt komast hjá því að fá bletti á tennurnar þá ráðleggur Manouchehri þér að drekka kaffið „eins hratt og hægt er“ frekar en að „dreypa á því“.

Hún sagði að ef kaffið sé drukkið á löngum tíma, þá sé „stöðug sýruárás“ á þær í gangi. „Það sem þú þarft að gera er að drekka kaffið þitt á ekki of löngum tíma. Ég myndi líklega segja innan 20 til 30 mínútna,“ sagði hún.

Hún sagði að fólk eigi einnig að forðast að bursta tennurnar strax að drykkju lokinni því þær séu þá í „sýrubaði“ og með því að bursta þær „nuddast sýran á tennurnar“.  Þess í stað ráðleggur hún fólki að drekka vatn því það losi munninn við sýruna en einnig mælir hún með notkun sykurlauss tyggjós eða sykurlausrar myntu eða þá að nota munnskol. Hún sagði að ekki eigi að bursta tennurnar fyrr en 60 mínútum eftir að kaffið var drukkið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Magnað góðverk mannsins sem vann einn stærsta lottóvinning í sögu Bretlands

Magnað góðverk mannsins sem vann einn stærsta lottóvinning í sögu Bretlands
Pressan
Fyrir 3 dögum

Bróðurdóttir Trumps segir tvennt útskýra framkomu frænda hennar í garð fjölmiðlakvenna

Bróðurdóttir Trumps segir tvennt útskýra framkomu frænda hennar í garð fjölmiðlakvenna
Pressan
Fyrir 4 dögum

Stórfurðulegt mál vekur reiði í Frakklandi – Mannauðsstjóri ráðuneytis laumaði þvagræsandi lyfjum í kaffi kvenna sem komu í atvinnuviðtal

Stórfurðulegt mál vekur reiði í Frakklandi – Mannauðsstjóri ráðuneytis laumaði þvagræsandi lyfjum í kaffi kvenna sem komu í atvinnuviðtal
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hann hélt áfram að brjóta á stelpum eftir að mál hennar var fellt niður

Hann hélt áfram að brjóta á stelpum eftir að mál hennar var fellt niður
Pressan
Fyrir 5 dögum

Þrír bræður fóru í veiðiferð en aðeins einn kom heim – Skelfileg sjón blasti við lögreglu

Þrír bræður fóru í veiðiferð en aðeins einn kom heim – Skelfileg sjón blasti við lögreglu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Reiði á Ítalíu eftir óhugnanlegt nauðgunarmál – Ráðherra vill láta gelda mennina

Reiði á Ítalíu eftir óhugnanlegt nauðgunarmál – Ráðherra vill láta gelda mennina
Pressan
Fyrir 6 dögum

Vara eindregið við fjölkærum samböndum

Vara eindregið við fjölkærum samböndum
Pressan
Fyrir 6 dögum

Gift kona sökuð um kynferðislega áreitni í gufubaði á Mallorca

Gift kona sökuð um kynferðislega áreitni í gufubaði á Mallorca