fbpx
Laugardagur 18.maí 2024
Pressan

Leikfimiskennari sakaður um að taka nektarmyndir af yfir 100 stúlkum

Ritstjórn Pressunnar
Fimmtudaginn 18. apríl 2024 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hneykslismál skekur nú Svíþjóð en það varðar karlkyns leikfimiskennara sem sakaður er um að hafa tekið með leynd ljósmyndir af nöktum eða fáklæddum stúlkum í skóla þar sem hann starfaði. Eru stúlkurnar sagðar vera yfir 100 talsins. Maðurinn var hins vegar ráðinn til starfa þrátt fyrir að hafa áður verið sakaður um sams konar háttsemi í öðrum skólum þar sem hann starfaði.

Sænska ríkissjónvarpið SVT greinir frá málinu í fjölda frétta.

Þar kemur fram að skólinn sem maðurinn starfaði síðast við er í  miðhluta Svíþjóðar.

Háttsemi hans komst upp sumarið 2022 en þá var hópur barna í sundi. Hópur starfsmanna skólans tók þá þá eftir því að samstarfsmaður þeirra, leikfimiskennarinn, virtist vera í laumi að taka myndir af stúlkum skipta um föt. Tekin var mynd af manninum og skólastjóranum var tilkynnt um hegðun hans. Skólastjórinn hafði þegar samband við lögregluna. Daginn eftir framkvæmdi lögreglan húsleit á heimili mannsins og fann fjölda mynda á hörðum diskum af nöktum eða fáklæddum stúlkum. Sumar þeirra voru nafngreindar.

Fréttamenn SVT hafa komist að því að fyrst var kvartað undan manninum fyrir 10 árum.

Staðinn að verki en ekki kærður

Árið 2014 starfaði hann í skóla í sveitarfélaginu Haninge sem er úthverfi Stokkhólms. Mörgum nemenda þótti maðurinn óviðurkvæmilegur og honum var stranglega bannað að fara inn í búningsklefa stúlkna, jafnvel þótt kviknað væri í búningsklefanum.

Maðurinn hlýddi hins vegar ekki og var þá fluttur í annan skóla í sveitarfélaginu.

Í þeim skóla var hann staðinn að verki við að taka myndir innan undir íþróttafötum stúlku sem hann var að aðstoða við fimleikaæfingu.

Tilkynnt var um athæfi mannsins til yfirmanns fræðslumála í sveitarfélaginu sem segist hafa haft samband við lögreglu vegna málsins en engin kæra var þó lögð fram á hendur manninum. Í staðinn gerði sveitarfélagið starfslokasamning við hann árið 2016 og greiddi honum hálfa milljón sænskra króna (6,4 milljónir íslenskra króna).

Þrátt fyrir allt þetta tókst manninum að fá starf sem leikfimiskennari í umræddum skóla í miðhluta Svíþjóðar árið 2018 en hluti af verkefnum hans var baðvarsla. Þar starfaði hann í fjögur ár áður en athæfi hans komst upp og var loksins tilkynnt til lögreglu.

Hvernig stóð á því að karlmaður var látinn vera baðvörður í búningsklefa stúlkna kemur hins vegar ekki fram í netfréttum SVT.

Segist ekkert hafa vitað

Börn og kennarar í þó nokkrum skólum höfðu áður varað við manninum. Skólastjórinn í skólanum þar sem hann starfaði síðast segir í samtali við SVT ekkert hafa vitað um eldri ásakanir á hendur manninum áður en hann var ráðinn.

Skólastjórinn fullyrðir að maðurinn hafi verið vinsæll meðal bæði nemenda og kennara skólans. SVT segir að maðurinn hafi viðurkennt að hafa tekið myndirnar en vilji meina að hann hafi ekki gerst sekur um glæp.

Skólastjórinn segir að áður en maðurinn hafi verið ráðinn hafi hann vísað á aðila sem tilbúnir væru til að veita honum meðmæli. Haft hafi verið samband við þessa aðila í ráðningarferlinu.  Skólastjórinn neitar hins vegar að upplýsa hvaða aðilar þetta voru.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Lét meintan sóðaskap fara í taugarnar á sér og framdi þrefalt morð

Lét meintan sóðaskap fara í taugarnar á sér og framdi þrefalt morð
Pressan
Fyrir 4 dögum

Laus við krabbameinið eftir byltingarkennda meðferð sem hann fann upp sjálfur

Laus við krabbameinið eftir byltingarkennda meðferð sem hann fann upp sjálfur
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Klikkaðasta hugmyndin sem nokkur hefur nokkru sinni fengið“ – Gæti bjargað okkur í þriðju heimsstyrjöldinni

„Klikkaðasta hugmyndin sem nokkur hefur nokkru sinni fengið“ – Gæti bjargað okkur í þriðju heimsstyrjöldinni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fjársjóðsleitin gekk fullkomlega upp – Síðan reið áfallið yfir leitarmenn

Fjársjóðsleitin gekk fullkomlega upp – Síðan reið áfallið yfir leitarmenn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lést tveimur mánuðum eftir að erfðabreytt svínsnýra var grætt í hann

Lést tveimur mánuðum eftir að erfðabreytt svínsnýra var grætt í hann
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hæfileikaríkur miðill blekkti bæjarstjórann upp úr skónum

Hæfileikaríkur miðill blekkti bæjarstjórann upp úr skónum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fólk áttar sig ekki á þessu – „Synir okkar eru bræður, frændur og tvíburar“

Fólk áttar sig ekki á þessu – „Synir okkar eru bræður, frændur og tvíburar“
Pressan
Fyrir 6 dögum

Talíbanar vilja fá fleiri ferðamenn til landsins

Talíbanar vilja fá fleiri ferðamenn til landsins
Pressan
Fyrir 6 dögum

Brandy hvarf að heiman – „Undarleg tilfinning sækir á mig“

Brandy hvarf að heiman – „Undarleg tilfinning sækir á mig“