fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Pressan

Lífslíkur hans voru metnar 4% – Allt byrjaði þetta út af inngrónu hári

Pressan
Fimmtudaginn 21. mars 2024 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar Steven Spinale, bandarískur faðir í Texas í Bandaríkjunum, tók eftir inngrónu hári í náranum og reyndi að fjarlægja það átti hann ekki von á því að það myndi næstum kosta hann lífið. Lífslíkur Stevens voru um tíma metnar aðeins 4%.

Steven reyndi að fjarlægja umrætt hár en ekki vildi betur til en svo að hann fékk bakteríusýkingu og heiftarlega blóðeitrun sem hafði mikil áhrif á líffærin í líkama hans. Blóðsýkingin dreifðist um líkamann og fékk Steven að lokum sýklasótt sem læknum gekk erfiðlega að vinna bug á.

Þetta var síðla árs 2022 og varð sýklasóttin til þess að honum var komið fyrir í öndunarvél þar sem honum var haldið sofandi.

 

Þetta var ekki eina áhyggjuefnið því á meðan hann lá á sjúkrahúsinu fékk hann inflúensu og lungnabólgu. Þurfti hann einnig að gangast undir opna hjartaaðgerð á meðan hann lá á sjúkrahúsinu þar sem sýkingin hafði borist þangað.

Michelle, systir Stevens, hefur leyft fylgjendum sínum, vinum og vandamönnum, að fylgjast náið með bataferli bróður síns sem hefur gengið kraftaverki líkast.

Í ljós kom að Steven hafði fengið sjaldgæfa en hættulega bakteríu í sig sem varð þess valdandi að heilsu hans hrakaði hratt.

Um tíma töldu læknar að lífslíkur Stevens væru aðeins um 4% og var ástand hans það alvarlegt að læknar óttuðust að hann yrði heiladauður.

Hægt og rólega náði Steven þó bata og verður hann líkari sjálfum sér með hverjum deginum sem líður. Hann er byrjaður í endurhæfingu og getur núna gengið sjálfur með hjálp göngugrindar.

„Hann missti aldrei trúna á meðan aðrir gerðu það,“ sagði Michelle í myndbandi á TikTok í vikunni.

@michellebell111 Replying to @Travel girl #brotherskeeper #wakingupfromacoma #coma #spinalestrong #drsmakemistakes ♬ Never Give Up – Motiversity & Coach Pain & Dr. Jessica Houston

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Harmleikur í Svíþjóð – Tvö börn fundust látin

Harmleikur í Svíþjóð – Tvö börn fundust látin
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sýknaður af ákæru um ölvunarakstur – Þjáist af „bruggsjúkdómi“

Sýknaður af ákæru um ölvunarakstur – Þjáist af „bruggsjúkdómi“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu