fbpx
Sunnudagur 21.apríl 2024
Pressan

Sérstakt ástarbrauð hefur verið búið til í Japan

Pressan
Laugardaginn 2. mars 2024 14:30

Mynd frá Japan. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýlega greindi CNN frá því að elsta bakarískeðja Japan, Kimuraya, hefði hafið samstarf við tæknifyrirtækið NEC Corp. Snýst samstarfið um að búa til svokallað ástarbrauð með aðstoð gervigreindar. Markmiðið með framleiðslunni er ekki síst að blása meiri rómantík í fólk á barneignaaldri í Japan.

Fimm bragðtegundir eru í boði og fyrirtækin segja þær allar fanga kjarna þeirra tilfinninga sem margir tengi við ást.

NEC segist hafa notað gervigreind til að greina samtöl úr stefnumótaþætti og dægurlög þar sem vísað sé til ávaxta og sætinda.

Með þessu komst fyrirtækið að þeirri niðurstöðu að það væru fimm grundvallar tilfinningar sem hægt væri að tengja við rómantík. Þær væru: fyrstu kynni, fyrsta stefnumótið, afbrýðisemi, ástarsorg og gagnkvæm ást.

Bakaríið breytti síðan þessum tilfinningum í bragðtegundirnar fimm. Brauðið er til sölu í vefverslun þess og í matvöruverslunum í hluta Japan.

Unga kynslóðin hefur ekki áhuga á ástarsamböndum

Þetta samstarf fyrirtækjanna kemur til af því að þau vilja bæði auka vinsældir sínar meðal ungra Japana.

Samvæmt markaðsrannsóknum Kimuraya fer þeim ungum Japönum fjölgandi sem segjast ekki hafa áhuga á að eiga í ástarsamböndum en samt er enn rík þrá meðal ungs fólks í Japan eftir því að fara á stefnumót, verða ástfangin og enda með maka.

Til að brúa þetta bil var ástarbrauðið búið til og á bragðið að vekja sömu tilfinningar hjá fólki og þegar það er ástfangið. Markmiðið er að þau sem borði brauðið reyni að veita þessum tilfinningum farveg í ástarlífi sínu.

Með gervigreindartækninni var mæltu máli úr dægurlögunum og stefnumótaþættinum breytt í texta. Gervigreindin bjó síðan til stigaskor fyrir tilfinningar út frá textanum. Textunum skipti gervigreindin á endanum í áðurnefnda fimm flokka: fyrstu kynni, fyrsta stefnumótið, afbrýðisemi, ástarsorg og gagnkvæm ást. Hver flokkur fékk ákveðin hráefni í brauðframleiðsluna sem tengdust viðkomandi tilfinningum.

Afraksturinn af þessu öllu eru eins og áður segir fimm bragðtegundir af ástarbrauðinu og hafa þær allar fengið samsvarandi nafn.

Örlagarík kynni er með bómullarsælgætisbragði sem á að vekja þær sætu tilfinningar sem tengjast fyrstu neistum ástarbálsins.

Brauðið sem heitir Afbrýðisemi er bragðbætt með fjólubláum sætum kartöflum, truffluolíu og rúsínum.

Fyrsta stefnumótið er bragðbætt með súraldin og appelsínuberki og fjórða tegundin heitir Gagnkvæm ást  og er með hunangs-, ferskju- og drekaávaxtarbragði.

Í frétt CNN er ekki minnst á hvað fimmta tegundin sem tákna ætti þá ástarsorg heitir formlega og hvaða bragð er af henni.

Sérstaklega er tekið fram að gervigreindin hafi ekki alfarið séð um sköpun ástarbrauðsins. Gervigreindin valdi innihaldsefnin en bakarar Kimuraya sáu um að gera brauð úr þeim. Þeir lögðu ekki síst áherslu á liti og áferð svo að brauðið myndi hafa svolítið lifandi útlit.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Hvalur sprakk í tætlur

Nýlegt

Pressan
Í gær

Tannlæknir deilir ofureinföldu „tannbjörgunarráði“ fyrir kaffidrykkjufólk

Tannlæknir deilir ofureinföldu „tannbjörgunarráði“ fyrir kaffidrykkjufólk
Pressan
Í gær

Hversu oft á að þvo handklæði og sængurver?

Hversu oft á að þvo handklæði og sængurver?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Varpa sprengju inn í Gilgo-morðmálið – Er lögreglan að fela eitthvað ?

Varpa sprengju inn í Gilgo-morðmálið – Er lögreglan að fela eitthvað ?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lögð í einelti í menntaskóla – Nú vilja gerendurnir ólmir vinna hjá henni

Lögð í einelti í menntaskóla – Nú vilja gerendurnir ólmir vinna hjá henni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Varpa fram athyglisverðri kenningu um hamfararigninguna í Dúbaí

Varpa fram athyglisverðri kenningu um hamfararigninguna í Dúbaí
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kvikmyndafyrirtæki með 21 Óskarsverðlaun á ferilskránni leggur upp laupana

Kvikmyndafyrirtæki með 21 Óskarsverðlaun á ferilskránni leggur upp laupana
Pressan
Fyrir 4 dögum

Vaxandi áhyggjur af nýjum heimsfaraldri

Vaxandi áhyggjur af nýjum heimsfaraldri
Pressan
Fyrir 4 dögum

Við fórum heim til hans eftir stefnumótið – Síðan festist typpið hans í teinunum mínum

Við fórum heim til hans eftir stefnumótið – Síðan festist typpið hans í teinunum mínum