fbpx
Þriðjudagur 09.desember 2025
Pressan

Tveir teknir af lífi á íþróttaleikvangi í Afganistan

Pressan
Fimmtudaginn 29. febrúar 2024 07:30

Liðsmenn Talibana. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveir menn voru skotnir til bana á íþróttaleikvangi í Afganistan á fimmtudaginn. Um opinbera aftöku, að skipan Talíbana, var að ræða.

Sky News segir að mörg þúsund manns hafi verið viðstaddir aftökuna sem voru skotnir til bana af ættingjum manns sem voru stungnir til bana.

Hæstiréttur Talíbana komst að þeirri niðurstöðu að mennirnir, Syed Jamal og Gul Khan, hafi borið ábyrgð á dauða tveggja manna sem voru stungnir til bana. Ekki liggur þó fyrir hvort þeir stungu mennina sjálfir til bana.

Mannfjöldi safnaðist saman við Ali Lala íþróttaleikvanginn í borginni Ghazni á fimmtudaginn til að fylgjast með aftökunni. Trúarleiðtogar biðluðu til ættingja fórnarlambanna að fyrirgefa Jamal og Khan.

Það bar ekki árangur og voru þeir skotnir til bana af ættingjum fórnarlambanna.

Talsmaður hæstaréttar sagði að mennirnir hafi snúið baki í þá sem skutu þá.

Frá því að Talíbanar komust aftur til valda 2021 hafa tveir aðrir verið teknir af lífi opinberlega.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Banaslys í Mosfellsbæ

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Upprættu satanískan barnaníðshring – „Þetta efni var sérstaklega skelfilegt“

Upprættu satanískan barnaníðshring – „Þetta efni var sérstaklega skelfilegt“
Pressan
Fyrir 3 dögum

29 ára ballerína slær frægum milljarðamæringum við – Hætti að dansa og tók mikla áhættu

29 ára ballerína slær frægum milljarðamæringum við – Hætti að dansa og tók mikla áhættu
Pressan
Fyrir 6 dögum

Kjörinn fulltrúi Repúblikana sökuð um að hafa rænt unglingsdóttur kollega eftir að hann neitaði að sofa hjá henni

Kjörinn fulltrúi Repúblikana sökuð um að hafa rænt unglingsdóttur kollega eftir að hann neitaði að sofa hjá henni
Pressan
Fyrir 6 dögum

Nýsjálendingur sakaður um að hafa stolið verðmætu Fabergé-hálsmeni með óvenjulegum hætti

Nýsjálendingur sakaður um að hafa stolið verðmætu Fabergé-hálsmeni með óvenjulegum hætti