fbpx
Miðvikudagur 19.nóvember 2025
Pressan

Eiginkona hans hefur verið týnd vikum saman – „Hann veit ekki af hverju“

Pressan
Miðvikudaginn 28. febrúar 2024 04:20

Ana og David

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjölskylda og vinir hafa stigið fram og tjáð sig um „ljótan skilnað“, um fjárhagslega áreitni og eiginmann sem virðist ekki sérstaklega áhugasamur um að komast að hvað varð um eiginkonu hans.

Það þarf kannski ekki að koma á óvart að miðað við framangreint þá falli grunur á eiginmanninn varðandi hvarf eiginkonu hans en þau voru skilin að borði og sæng. En hann er löngu farinn aftur heim til ættlands síns Serbíu og eftir standa ættingjar og vinir Ana Maria Knezevic, sem býr í Flórída, með fjölda ósvaraðra spurninga í þessu dularfulla máli. Bandarískir fjölmiðlar, þar á meðal NBC og CBS, hafa fjallað töluvert um málið að undanförnu.

Eftir að það slitnaði upp úr hjónabandi hennar fór Ana, sem er bandarískur ríkisborgari en fædd í Kólumbíu, til Madríd. Þaðan var hún reglulega í sambandi við ættingja og vini.

Þann 2. febrúar fékk vinkona hennar dularfull skilaboð frá henni um að hún hefði kynnst nýjum manni og að þau ætluðu í ferðalag í nokkra daga. Þennan sama dag birtist maður, með mótorhjólahjálm á höfðinu, í stigaganginum í fjölbýlishúsinu, sem Ana býr í, og úðaði svartri málningu á eftirlitsmyndavélina sem þar er.

Eftir þetta hefur enginn heyrt eða séð Ana, sem er fertug.

Eiginmaður hennar hefur í gegnum lögmann sinn, Ken Padowitz, tjáð sig um málið og segist ekki hafa hugmynd um hvar Ana sé eða af hverju hún er horfin.

„Hann veit ekkert um hvað gerðist og honum líður hræðilega. Hann vísar því algjörlega á bug að um „slæman skilnað“ hafi verið að ræða, því þannig var það ekki,“ sagði Padowitz í samtali við Fox News.

Ekki hefur verið gengið frá skilnaðinum formlega og hjónin eiga því enn fyrirtæki og nokkrar fasteignir saman.

„Ég held að hann hugsi mikið um hvað hafi gerst, að eiginkona hans er horfin. Hann vill að sjálfsögðu að hún finnist og hlakkar til þess dags sem þessi harmleikur tekur enda,“ sagði Padowitz.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Trump segir að Bill Clinton hafi verið fastagestur á eyju Epsteins – Nýlega afhjúpuð gögn segja annað

Trump segir að Bill Clinton hafi verið fastagestur á eyju Epsteins – Nýlega afhjúpuð gögn segja annað
Pressan
Fyrir 3 dögum

Auðug móðir hvarf ásamt tveimur unglingsstúlkum í Yosemite þjóðgarðinum — Raðmorðinginn sendi teiknað kort til lögreglunnar

Auðug móðir hvarf ásamt tveimur unglingsstúlkum í Yosemite þjóðgarðinum — Raðmorðinginn sendi teiknað kort til lögreglunnar
Pressan
Fyrir 1 viku

Umdeildur rappari í haldi lögreglu eftir að áhrifavaldur fannst látinn í baðkari

Umdeildur rappari í haldi lögreglu eftir að áhrifavaldur fannst látinn í baðkari
Pressan
Fyrir 1 viku

Ræður því sjálfur hvort hann fari í rafmagnsstólinn

Ræður því sjálfur hvort hann fari í rafmagnsstólinn
Pressan
Fyrir 1 viku

„Ég svaf hjá öðrum manni nóttina fyrir brúðkaupið og giftist samt“

„Ég svaf hjá öðrum manni nóttina fyrir brúðkaupið og giftist samt“
Pressan
Fyrir 1 viku

Sakaður um að brugga Angelu Merkel og fleirum banaráð í gegnum vefsvæði hægri öfgamanna

Sakaður um að brugga Angelu Merkel og fleirum banaráð í gegnum vefsvæði hægri öfgamanna