fbpx
Sunnudagur 16.nóvember 2025
Pressan

Mikil ólga í ítölskum bæ eftir að öfgahægrisinnaður bæjarstjórinn bannaði bænahald Múslima

Pressan
Þriðjudaginn 20. febrúar 2024 19:00

Þessi klæðist búrku. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikil ólga er nú í ítalska bænum Monfalcone í kjölfar þess að bæjarstjórinn, sem er öfgahægrimaður, bannaði bænahald múslima í menningarmiðstöðvum sem og að konur klæðist búrkum á baðströndum bæjarins. Þetta er hluti af aðgerðum hans gegn íslamstrú og múslimum.

The Guardian segir að um 30.000 manns búi í Monfalcone. Þar er Anna Maria Cisint bæjarstjóri en hún kemur úr röðum öfgahægrimanna.

Cisint hefur ekki farið leynt með andúð sína á múslímum en hún hefur verið bæjarstjóri síðan 2016. Íbúum bæjarins hefur fjölgað á síðustu árum og myndu flestir taka slíku fagnandi því lítil samfélög á Ítalíu glíma flest við fólksflótta.

En fjölgunin í Monfalcone er aðallega tilkominn vegna starfsemi skipasmíðastöðvar bæjarins. Hefur mikill fjöldi verkamanna, aðallega frá Bangladess, flutt til bæjarins til að starfa hjá skipasmíðastöðinni.  Í kjölfar verkamannanna hafa fjölskyldur þeirra komið í gegnum fjölskyldusameiningar en slíkt vill Cisint takmarka.

Nú búa 9.400 útlendingar í Monfalcone, af þeim eru 6.600 frá Bangladess. Innflytjendurnir hafa sett sitt mark á bæinn, margir veitingastaðir eru í þeirra eigu sem og verslanir.

Eins og áður sagði þá fer Cisint ekki leynt með andúð sína á innflytjendum. Eitt af fyrstu embættisverkum hennar var að láta fjarlægja alla bekki af aðaltorgi bæjarins, ástæðan er að það voru aðallega innflytjendur sem notuðu þá. Hún hefur einnig reynt að takmarka fjölda erlendra barna í skólum bæjarins og krikket, sem er vinsælt meðal innflytjendanna frá Bangladess, var tekið af dagskrá íþróttahátíðar bæjarins. Síðasta sumar bannaði hún konum að klæðast búrkum á baðströndum bæjarins.

En það sem hefur vakið mesta reiði og ólgu er að í nóvember bannaði hún bænahald múslíma í menningarmiðstöð þeirra í bænum.  Cisint rökstyður bannið með því að bænahald í menningarmiðstöðinni brjóti gegn byggingarreglugerð því húsið sé ekki ætlað til bænahalds. Þess utan hafi öryggismál átt hlut að máli því „mörg hundruð“ manns hafi mætt til bænahalds samtímis.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Unglingsstúlka sagðist ofsótt af konudraugi — Síðan fannst hauskúpa konu í Hello Kitty dúkku

Unglingsstúlka sagðist ofsótt af konudraugi — Síðan fannst hauskúpa konu í Hello Kitty dúkku
Pressan
Fyrir 4 dögum

Verður leiddur fyrir aftökusveit á föstudag: Sagður vera stórskemmdur eftir áfengis- og eiturlyfjanotkun móður hans

Verður leiddur fyrir aftökusveit á föstudag: Sagður vera stórskemmdur eftir áfengis- og eiturlyfjanotkun móður hans
Pressan
Fyrir 4 dögum

Varar við ferðalögum til vinsæls áfangastaðar eftir óhugnanleg dauðsföll

Varar við ferðalögum til vinsæls áfangastaðar eftir óhugnanleg dauðsföll
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ákærður fyrir tvö morð – Segir dulkóðuð skilaboð kakkalakka hafa sagt sér að drepa

Ákærður fyrir tvö morð – Segir dulkóðuð skilaboð kakkalakka hafa sagt sér að drepa
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Svörtu ekkjurnar“ í Rússlandi

„Svörtu ekkjurnar“ í Rússlandi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hrottaleg saga ungs pars skekur Texas- „Við leggjum af stað í dögun“

Hrottaleg saga ungs pars skekur Texas- „Við leggjum af stað í dögun“