fbpx
Mánudagur 24.nóvember 2025
Pressan

Þriggja ára úrkomuleysi kemur nú harkalega niður á Barcelona

Pressan
Laugardaginn 10. febrúar 2024 19:00

Baðströnd í Barcelona. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eftir þriggja ára þurrka hafa yfirvöld í Barcelona, stærstu borg Katalóníu á Spáni, neyðst til að lýsa yfir neyðarástandi og grípa til vatnsskömmtunar. Þetta hefur að sjálfsögðu áhrif á íbúa borgarinnar og þær milljónir ferðamanna sem heimsækja hana árlega.

Nú hefur verið gripið til sömu vatnsskömmtunar í Barcelona og í öðrum héruðum á svæðinu. Skrúfað hefur verið fyrir vökvun í almenningsgörðum. Bannað er að dæla vatni í sundlaugar, bæði almenningslaugar og einkalaugar, nema vatnið sé endurnýtt. Sömu reglur gilda um bílaþvott.

Bændur í héraðinu hafa einnig fengið fyrirmæli um að draga úr vökvun á ökrum um 20%.

„Katalónía glímir við verstu þurrkana síðustu öldina. Allan þann tíma sem við höfum skráð úrkomu, höfum við aldrei staðið frammi fyrir svo löngum og miklum þurrkum,“ sagði Pere Aragonés, forseti Katalóníu, nýlega á fréttamannafundi.

Þessir miklu þurrkar hafa komið berlega í ljós við Sauvatnslónið sem er norðan við borgina, umkringt frjósömum svæðum.

Lónið var tekið í notkun 1962 og hefur síðan séð borgarbúum og nærliggjandi svæðum fyrir vatni. Þegar lónið var byggt var miðaldarþorpið Sant Romá de Sau tæmt og látið fara undir vatn. Nú hafa þurrkarnir gert að verkum að rústir þorpsins eru farnar að birtast upp úr vatninu. Kirkja bæjarins, sem er handhafi heimsmetsins hvað varðar að vera elsta kirkjan undir vatni, stendur nú á þurru á nýjan leik.

Euronews segir að í janúar hafi vatnsmagnið í lóninu verið 6% af hámarksvatnsmagni þess. Í janúar á síðasta ári var það 19%. Í janúar er vatnsmagnið að meðaltali yfir 90%.

Markmiðið með vatnsskömmtuninni er að minnka daglega vatnsneyslu úr 210 lítrum á mann í 200 lítra. Ef þurrkarnir versna verður magnið lækkað í 180 lítra og síðan 160 lítra. Það fara um 10 til 20 lítrar af vatni á mínútu þegar farið er  í sturtu svo það er ekki lengi gert að nota 100 eða 200 lítra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Kýs að deyja á eigin forsendum 25 ára – Hefur barist við sjaldgæfan sjúkdóm alla ævi

Kýs að deyja á eigin forsendum 25 ára – Hefur barist við sjaldgæfan sjúkdóm alla ævi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Viðurstyggð: Par sakfellt fyrir að afhöfða tvö af börnum sínum

Viðurstyggð: Par sakfellt fyrir að afhöfða tvö af börnum sínum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Örlimur Epstein var með sítrónulagi að sögn þolanda

Örlimur Epstein var með sítrónulagi að sögn þolanda
Pressan
Fyrir 3 dögum

Spjótin beinast að 16 ára stjúpbróður eftir að táningsstúlka fannst látin á skemmtiferðaskipi

Spjótin beinast að 16 ára stjúpbróður eftir að táningsstúlka fannst látin á skemmtiferðaskipi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Segir sjúkdóm stjörnueiginmannsins hafa haft óvænt áhrif á börn þeirra

Segir sjúkdóm stjörnueiginmannsins hafa haft óvænt áhrif á börn þeirra
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ferðaðist til Bandaríkjanna í leit að ofbeldisfullum dauðdaga – Fannst í grunnri gröf í Flórída

Ferðaðist til Bandaríkjanna í leit að ofbeldisfullum dauðdaga – Fannst í grunnri gröf í Flórída
Pressan
Fyrir 5 dögum

Finnur fyrir „ógleði“ vegna aldursmunarins í Litla húsinu á sléttunni

Finnur fyrir „ógleði“ vegna aldursmunarins í Litla húsinu á sléttunni
Pressan
Fyrir 5 dögum

Kennsl borin á 5 einstaklinga á þrítugsaldri sem létust í hörðum árekstri

Kennsl borin á 5 einstaklinga á þrítugsaldri sem létust í hörðum árekstri