fbpx
Miðvikudagur 19.nóvember 2025
Pressan

Sprengjuhótunum rigndi yfir kjörstaði í sveifluríkjum – Taldar eiga rætur að rekja til Rússlands

Pressan
Miðvikudaginn 6. nóvember 2024 02:12

Trump er með forystu eins og staðan er núna.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sprengjuhótunum hefur rignt inn á kjörstaði víða í Bandaríkjunum. Þessar hótanir þykja ekki trúverðugar en hafa þó valdið því að sumum kjörstöðum verður lokað seinna en ella.

Þó nokkrar hótanir bárust til Atlanta og þurfti að rýma kjörstaði fyrr í dag svo sprengjuhundar gætu leitað af sér allan grun.

Brad Raffensperger, innanríkisráðherra Georgíu, sagði við fjölmiðla að líklegast þyki að Rússar séu á bak við hótanirnar. „Georgía lætur ekki ógna sér. Rússarnir hafa valið ranga Georgíu,“ sagði ráðherrann.

Eins bárust hótanir í Michigan, Arizona og Wisconsin en þessi fjögur ríki sem hér hafa verið nefnd teljast sveifluríki. Sveifluríki kallast einnig barátturíki og þykja þau skipta höfuðmáli í kosningunum. Gjarnan er talað um að í raun séu það íbúar sveifluríkjanna sem kjósa forsetann. Munurinn á milli frambjóðenda er svo lítill þar í skoðanakönnunum að ómögulegt er að spá fyrir um sigurvegara.

Hótanirnar þykja merki um hversu óforskammaðir sum erlend ríki eru orðin í afskiptum sínum af lýðræðislegum kosningum annarra landa. Eins eru bæði Rússar og Íran talin standa fyrir gífurlegri upplýsingaóreiðu og falsfréttum þar sem kjósendur í Bandaríkjunum hafa meðal annars verið hvattir til að mæta ekki á kjörstað út af meintri hryðjuverkaógn. Alríkislögreglan, FBI, hefur sérstaklega varað við slíkum myndböndum sem ganga nú um netheima.

Lögreglan í Maine hefur líka greint frá svokölluðum sérsveitarhrekkjum eða „swatting calls“ þar sem lögreglu er tilkynnt um meinta ógn svo að sérsveitin sé kölluð út.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

„Eiginkona sonar míns drekkur alltof mikið, hvað er til ráða?“

„Eiginkona sonar míns drekkur alltof mikið, hvað er til ráða?“
Pressan
Fyrir 2 dögum

16 ára drengur myrti föður sinn eftir áralanga misnotkun – Móðirin sagði fjölskylduna í „hreinu helvíti“

16 ára drengur myrti föður sinn eftir áralanga misnotkun – Móðirin sagði fjölskylduna í „hreinu helvíti“
Pressan
Fyrir 4 dögum

5 hlutir sem þú ættir að henda strax af baðinu

5 hlutir sem þú ættir að henda strax af baðinu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ákærður fyrir morð á sonum sínum – 15 ár frá hvarfi þeirra

Ákærður fyrir morð á sonum sínum – 15 ár frá hvarfi þeirra
Pressan
Fyrir 6 dögum

Unglingsstúlka sagðist ofsótt af konudraugi — Síðan fannst hauskúpa konu í Hello Kitty dúkku

Unglingsstúlka sagðist ofsótt af konudraugi — Síðan fannst hauskúpa konu í Hello Kitty dúkku
Pressan
Fyrir 1 viku

Verður leiddur fyrir aftökusveit á föstudag: Sagður vera stórskemmdur eftir áfengis- og eiturlyfjanotkun móður hans

Verður leiddur fyrir aftökusveit á föstudag: Sagður vera stórskemmdur eftir áfengis- og eiturlyfjanotkun móður hans
Pressan
Fyrir 1 viku

Varar við ferðalögum til vinsæls áfangastaðar eftir óhugnanleg dauðsföll

Varar við ferðalögum til vinsæls áfangastaðar eftir óhugnanleg dauðsföll
Pressan
Fyrir 1 viku

Ákærður fyrir tvö morð – Segir dulkóðuð skilaboð kakkalakka hafa sagt sér að drepa

Ákærður fyrir tvö morð – Segir dulkóðuð skilaboð kakkalakka hafa sagt sér að drepa