fbpx
Miðvikudagur 17.september 2025
Pressan

Heimsins mest einmana tré vantar maka til að geta fjölgað sér – Þar kemur gervigreind til sögunnar

Pressan
Föstudaginn 1. nóvember 2024 21:30

Með því að nota dróna er vonast til að hægt verði að finna maka fyrir þetta einmana tré. Mynd:Laura Cinti © C-LAB

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árið 1895 fannst eitt lifandi tré af fornri trjátegund og hefur það stundum verið sagt heimsins mest einmana tré. Nú nota vísindamenn gervigreind við leitina að öðru tré af þessari tegund til að gera því kleift að fjölga sér.

Það var 1895 sem grasafræðingurinn John Medley Wood fann eina þekkta tréð af tegundinni Encephalartos woodii, oftast nefnt Wood‘s cycad, þar sem nú er Ngoye Forest Reserve í KwaZulu-Natal í Suður-Afríku. Þetta er karltré.

Þessi trjátegund kom fyrst fram á sjónarsviðið fyrir um 300 milljónum árum, áður en risaeðlurnar gengu hér um. Hjá sýkjutrjám (cycads) þá eru til karl- og kventré sem eru uppbyggð á mismunandi hátt. Það þarf því tré af báðum kynjum til að þau geti fjölgað sér. En umrætt tré fjölgar sér líka með afleggjurum sem þýðir að litlar greinar vaxa út frá því og geta orðið að sjálfstæðum trjám. Á síðustu öld tóku grasafræðingar hluta af þessum greinum og gróðursettu. Úr þessu urðu til um 500 plöntur sem allar eru í grasagörðum víða um heim.

En þessi aðferð tryggir ekki langtíma tilvist tegundarinnar, það þarf kventré til þess svo að trén geti „makast“ og eignast afkvæmi.

Nú hafa vísindamenn því gripið til þess ráðs að nota dróna við leitina að trjám af þessari tegund í afskekktum og ófærum skógum. Myndir eru teknar og síðan er gervigreind notuð til að fara yfir þær og leita að trjám af þessari tegund.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Sakamál: Myrti fjölskylduna og bað síðan um að fá að fara heim

Sakamál: Myrti fjölskylduna og bað síðan um að fá að fara heim
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ofbeldismaður fleygði 7 ára fram af brú eftir voðaverk – Nú mætir hún geranda sínum fyrir dómi

Ofbeldismaður fleygði 7 ára fram af brú eftir voðaverk – Nú mætir hún geranda sínum fyrir dómi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hægri- og vinstrimenn Bandaríkjanna keppast við að sverja af sér meinta skotmanninn – En hvað er vitað um skoðanir hans?

Hægri- og vinstrimenn Bandaríkjanna keppast við að sverja af sér meinta skotmanninn – En hvað er vitað um skoðanir hans?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Svona getur þú prófað hversu heilbrigð lungun þín eru

Svona getur þú prófað hversu heilbrigð lungun þín eru
Pressan
Fyrir 5 dögum

Dularfulli brúðkaupsgesturinn – Brúðurin komst að sannleikanum mörgum árum síðar

Dularfulli brúðkaupsgesturinn – Brúðurin komst að sannleikanum mörgum árum síðar
Pressan
Fyrir 5 dögum

Falsfréttir um morðið á Charlie Kirk kollsteyptu lífi Kanadamanns á lífeyrisaldri

Falsfréttir um morðið á Charlie Kirk kollsteyptu lífi Kanadamanns á lífeyrisaldri