fbpx
Miðvikudagur 19.nóvember 2025
Pressan

Ringulreið í Beirút: Nú springa talstöðvar

Pressan
Miðvikudaginn 18. september 2024 14:51

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aðeins sólarhring eftir að símboðar þúsunda liðsmanna Hizbollah-samtakanna í Líbanon sprungu með tilheyrandi manntjóni berast nú fregnir af því að sprengingar hafi orðið í talstöðvum hjá liðsmönnum samtakanna í dag.

Reuters greinir frá þessu og segir að sprengingar hafi orðið í talstöðvum víðs vegar um Líbanon. Grunur leikur á að Ísraelsmenn hafi komið sprengiefni fyrir í símboðunum sem sprungu í gær og þykir ekki útilokað þeir beri einnig ábyrgð á þessu.

Í frétt Reuters kemur fram að ein sprenging í dag hafi orðið við minningarathöfn um fjóra liðsmenn Hizbollah sem létust í gær. Ekki liggur fyrir á þessari stundu hvort einhverjir hafi látist eða hversu margir hafa slasast. Heimildarmaður Reuters segir að talstöðvarnar hafi verið keyptar fyrir nokkrum mánuðum, eða um svipað leyti og símboðarnir sem sprungu í gær.

Í frétt BBC kemur fram að víða um Beirút megi sjá reyk eftir sprengingar í dag.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 6 dögum

Ákærður fyrir tvö morð – Segir dulkóðuð skilaboð kakkalakka hafa sagt sér að drepa

Ákærður fyrir tvö morð – Segir dulkóðuð skilaboð kakkalakka hafa sagt sér að drepa
Pressan
Fyrir 1 viku

Segja græðgi eigenda hafa valdið því að 25 ungar stúlkur létu lífið í sumarbúðum

Segja græðgi eigenda hafa valdið því að 25 ungar stúlkur létu lífið í sumarbúðum
Pressan
Fyrir 1 viku

Endalaus hneykslismál liðsmanns Svíþjóðardemókrata – Gat ekki hætt að taka myndbönd af sjálfum sér undir áhrifum

Endalaus hneykslismál liðsmanns Svíþjóðardemókrata – Gat ekki hætt að taka myndbönd af sjálfum sér undir áhrifum
Pressan
Fyrir 1 viku

„Svörtu ekkjurnar“ í Rússlandi

„Svörtu ekkjurnar“ í Rússlandi