Þótt það sé leiðinlegt að þrífa uppþvottavélina, þá er rétt að gera það reglulega því hrein uppþvottavél þrífur betur en óhrein.
En töfraefnið sem á að nota er edik og eins og áður sagði, þá er það væntanlega til að flestum heimilum.
Það fyrsta sem á að gera er að fjarlægja allan skít og matarleifar úr síu vélarinnar og vatnsúðaranum. Ef það eru einhverjar leifar sem er erfitt að fjarlægja, þá er hægt að nota tannstöngul til að losa þær.
Þegar þessu er lokið skaltu fylla bolla með ediki og setja í vélina. Síðan lætur þú hana þvo á hæsta mögulega hitastiginu.
Edikið fjarlægir fitu og skít sem hefur safnast fyrir í vélinni.
Þegar þvottinum er lokið er gott að þurrka vélina að innan með þurrum klút.
Þú munt sjá að vélin er hreinni en áður og þrífur betur eftir þetta.