fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Pressan

Norðurljósin í maí slógu met

Pressan
Sunnudaginn 2. júní 2024 07:30

Glæsileg norðurljós. Mynd:Jingyi Zhang og Wang Zheng

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrsta heila vikan í maí tryggði sér sæti í sögubókum stjörnufræðinnar. Þá var metfjöldi sólgosa á sólinni okkar og úr varð öflugasti sólstormurinn í 21 ár.

Sólstormurinn varð til þess að mikil norðurljósasýning skall á norðurhveli jarðarinnar og nú liggur fyrir að þessi norðurljósasýning var hugsanlega sú öflugasta á síðustu 500 árum. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Bandarísku geimferðastofnuninni, NASA.

Venjulega þarf að fara langt norður á bóginn til að finna bestu aðstæðurnar til að sjá norðurljós en í byrjun maí voru þau svo öflug að þau sáust til dæmis í suðurríkjum Bandaríkjanna og á norðanverðu Indlandi.

Það er ástæðan fyrir að NASA telur að ljósin hafi verið þau öflugust síðustu 500 árin.

Fyrstu merkin um sólstorminn sáust 7. maí og dagana á eftir sendi sólin hvert sólgosið á fætur öðru í átt að jörðinni og úr varð þessi mikla ljósadýrð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Maðurinn sem sagði „þinn líkami, mitt val“ handtekinn – Spreyjaði piparúða á 57 ára gamla konu sem vildi bara ræða við hann

Maðurinn sem sagði „þinn líkami, mitt val“ handtekinn – Spreyjaði piparúða á 57 ára gamla konu sem vildi bara ræða við hann
Pressan
Fyrir 2 dögum

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þessu máttu ekki sleppa ef þú vilt lifa lengi

Þessu máttu ekki sleppa ef þú vilt lifa lengi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Læknir segir að þess vegna eigi fólk að drekka heitt vatn á hverjum morgni

Læknir segir að þess vegna eigi fólk að drekka heitt vatn á hverjum morgni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hann naut trausts æðstu ráðamanna en undir fáguðu yfirborðinu leyndist skrímsli

Hann naut trausts æðstu ráðamanna en undir fáguðu yfirborðinu leyndist skrímsli
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þess vegna á nætursvefninn ekki að vera undir sjö klukkustundum

Þess vegna á nætursvefninn ekki að vera undir sjö klukkustundum
Pressan
Fyrir 3 dögum

105 ára segir þetta vera lykilinn að langlífi

105 ára segir þetta vera lykilinn að langlífi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hversu oft áttu að skipta á rúminu þínu?

Hversu oft áttu að skipta á rúminu þínu?