Sólstormurinn varð til þess að mikil norðurljósasýning skall á norðurhveli jarðarinnar og nú liggur fyrir að þessi norðurljósasýning var hugsanlega sú öflugasta á síðustu 500 árum. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Bandarísku geimferðastofnuninni, NASA.
Venjulega þarf að fara langt norður á bóginn til að finna bestu aðstæðurnar til að sjá norðurljós en í byrjun maí voru þau svo öflug að þau sáust til dæmis í suðurríkjum Bandaríkjanna og á norðanverðu Indlandi.
Það er ástæðan fyrir að NASA telur að ljósin hafi verið þau öflugust síðustu 500 árin.
Fyrstu merkin um sólstorminn sáust 7. maí og dagana á eftir sendi sólin hvert sólgosið á fætur öðru í átt að jörðinni og úr varð þessi mikla ljósadýrð.